Vínbúðirnar hafa nú samið við þrjá nýja afhendingarstaði fyrir Vefbúðina, en í desember sl. opnaði fyrsti afhendingarstaður ÁTVR í Hrísey og annar í Borgarfirði Eystri nú í janúar. Nú eru það Gunnubúð á Raufarhöfn, sem opnar í dag 31. janúar, og næstu daga opnar einnig fyrir afhendingu úr Vefbúðinni hjá Jónsabúð í Grenivík og Búðinni í Grímsey.
Nú þegar rykið er rétt nýsest eftir jólin er ekki seinna vænna að huga að þorranum og hvað sé hægt að drekka með þorramatnum. Þessum súra það er að segja, en sýran er mjög afgerandi þáttur í bragðbyggingu matarins.
Gjafakortin er hægt að nota í öllum Vínbúðum og einnig hægt að kaupa þau þar.
Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni...
Eftirréttavín, hvít eða rauð eru upplögð með þessum rétti.
Í þessari rannsókn er skoðað hvort strangari alkohólstefna á unglingsárunum, hafi áhrif á neyslu áfengis á fullorðinsárum í samanburði við frjálslegri stefnur.