Við brosum hringinn

Vínbúðin er með ánægðustu viðskiptavini á smásölumarkaði samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni, en niðurstöðurnar voru kynntar í dag. Í flokki smásölufyrirtækja auk Vínbúðanna eru byggingafyrirtækin BYKO og Húsasmiðjan, matvöruverslanirnar Krónan, Nettó, Bónus og Costco og Pósturinn sem var mældur nú í fyrsta skipti.

Allar fréttir

Sushi og vín

Sagði einhver sushi? Fyrir einhverjum áratugum hefði það aðeins verið lítill hópur sem hefði gert það en í dag eru það kannski fleiri en færri sem fá sér reglulega sushi. Enda hefur framboðið aukist gífurlega og margir sem setja það ekki fyrir sig að rúlla nokkrar rúllur og skella í örfáa bita heima sér.

Allar greinar

Þroskaðir bjórar

Nú þegar „sumarið“ er á síðustu metrunum áður en haustlægðirnar byrja að hamra á gluggum landsmanna er kannski verðugt að kíkja niður í kjallara (í mínu tilviki geymslu). Athuga hvort ekki leynast nokkrir bjórar sem yljað geta manni um hjartarætur. Ferskur, léttu Pilsner, Pale Ale og IPA bjórarnir sem runnið hafa niður kverkarnar yfir sumartímann heyra nú brátt sögunni til og maður byrjar að horfa til bjóra sem koma af stað hárvexti á bringunni.

Allar greinar

Afleiðingar þess að leggja niður einkaleyfi á sölu áfengis

Árið 2011 var einkaleyfi ríkisins lagt niður á sölu áfengis í Washington-fylki. Þremur árum síðar var gerð rannsókn á því hvaða áhrif aðgerðin hafði. Helstu niðurstöður voru:

Allar rannsóknir og greinar