Eftirlit

Eftirlit ÁTVR

ÁTVR hefur eftirlit með því að tóbaksvörur séu tilkynntar á réttan hátt og að vörurnar uppfylli viðeigandi kröfur. 

Fjallað er um eftirlit og heimildir ÁTVR í 5. og 6. kafla laga nr. 6/2002.

Þessu höfum við eftirlit með

ÁTVR hefur eftirlit með því að tóbaksvörur séu tilkynntar á réttan hátt og að vörurnar uppfylli viðeigandi kröfur. Eftirlitinu er ætlað að tryggja að eingöngu séu í sölu skráðar og samþykktar tóbaksvörur og að aðrar vörur séu teknar úr sölu. Eftirlit ÁTVR nær einnig til þess að jurtavörur til reykinga séu tilkynntar sem og að nýjar tóbaksvörur séu tilkynntar á fullnægjandi hátt með viðeigandi upplýsingum um innihaldsefni og losun áður en þær fara á markað á Íslandi.

ÁTVR getur kannað bæði skjöl og aðstæður hjá framleiðendum, innflytjendum, dreifingaraðilum og smásölum tóbaksvöru. ÁTVR getur einnig látið greina vörur á rannsóknarstofum.

ÁTVR hefur rétt á að fá allar nauðsynlegar upplýsingar sem tengjast eftirlitshlutverkinu.

Rannsóknarstofur sem annast mælingar á tóbaksvörum þurfa að vera viðurkenndar af íslenskum stjórnvöldum.

Innköllun og bann við sölu

Ef tóbaksvara uppfyllir ekki viðeigandi kröfur getur ÁTVR bannað innflutning og sölu vörunnar. Að auki getur ÁTVR fyrirskipað innköllun vöru eða að vara sé tekin af markaði ef hún uppfyllir ekki viðeigandi kröfur um upplýsingar um vöru, merkingar, umbúðir, gæði, öryggi eða annað slíkt.

 

Aðrir aðilar sem hafa eftirlit með tóbaksvörum

Auk ÁTVR eru aðilar sem hafa hlutverk samkvæmt lögum 6/2002 um tóbaksvarnir. Má þar nefna embætti landlæknis og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga.

Eftirlit með rekjanleika tóbaksvöru

ÁTVR annast eftirlit með að reglum um rekjanleika tóbaksvöru sé fylgt á Íslandi.

Þessu er fylgst með

Ný lög nr. 110/2023 um breytingar á tóbakslögum tóku gildi 11. janúar 2024 en einnig var veittur frestur fyrir ýmis atriði.

Ákvæði um rekjanleika, skráningu og öryggisþátt sem eru grunnur að rekjanleikakerfinu taka gildi 11. maí 2025.

Eftirlit með rekjanleikakerfi verður nánar kynnt síðar.