Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Jafnlaunaúttekt 2016

 

Stjórnendur ÁTVR leggja áherslu á að skapa starfsumhverfi sem laðar að hæft starfsfólk er býr yfir frumkvæði og vinsamlegu viðmóti, veitir góða þjónustu og bregst við mismunandi þörfum viðskiptavinarins.

Stöðugt er unnið að því að tryggja starfsfólki ákjósanleg starfsskilyrði, góða starfsaðstöðu og tryggja því möguleika á að vaxa og dafna í starfi. Lögð er áhersla á þjálfun og menntun til þess að auka þekkingu og starfsframlag innan fyrirtækisins. Starfræktur er skóli, Vínskóli Vínbúða, sem miðar að því að auka vöruþekkingu starfsfólks í þeim tilgangi að geta frætt og þjónað viðskiptavinum sem best. ÁTVR hefur hlotið Gullmerki jafnlaunaúttektar PWC en úttektin greinir kynbundinn launamun innan fyrirtækja. ÁTVR greiðir báðum kynjum sömu laun fyrir sambærileg störf. 
 
Við hjá ÁTVR stuðlum að góðum starfsanda, þar sem traust og jákvæð samskipti eru í fyrirrúmi.