Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Greinar

Greinar

Vín og matarpörun fyrir hátíðirnar

21.12.2022

Þegar kemur að því að velja vín eða drykk við hæfi með hátíðarmatnum getur reynst snúið að vita hvar á að hefja leitina. Þegar para á saman vín og mat, hvort sem það er jólamaturinn eða annar matur, eru ákveðin atriði sem gott er að hafa í huga. Í fyrsta lagi er alltaf ágætt að finna sér eitthvað sem maður sér fram á að finnast gott að drekka.

Írsk viskí

12.10.2022

Flestir sérfræðingar telja að bestu viskí veraldar komi frá Skotlandi, kannski réttilega, kannski ekki. Það eru þó að sjálfsögðu önnur lönd sem framleiða hágæða viskí eins og Japan, Bandaríkin, Ástralía, Ísland og Írland svo fá ein séu nefnd. En stöldrum aðeins við Írland.

Fordrykkir

05.05.2022

Fordrykkir eru, eins og orðið sjálft gefur til kynna, drykkir sem oftast nær er boðið upp á fyrir máltíð. Eitt aðalmarkmiðið með að bjóða upp á slíka drykki er að auka matarlystina. Fordrykkir eru því oft drykkir í léttari kantinum, þó svo að vissulega megi bjóða upp á það sem gestgjafa líst best á. Stundum er samtímis boðið upp á litla smárétti eða fingramat.

Páskar og súkkulaði

05.04.2022

Nú þegar páskarnir eru á næstu grösum fara mörg okkar að huga að páskasteikinni. Lambið er að sjálfsögðu alltaf vinsæll kostur hér á landi og jafnvel ein rauðvínsflaska, í betri kantinum, með. En það er nú ekki aðeins aðalrétturinn sem skiptir máli heldur líka það sem er borðað á milli mála yfir hátíðina.

Ákavíti

07.01.2022

Orðið aquavit/akvavit kemur úr latínu (aqua vitae) og þýðir bókstaflega vatn lífsins og er fyrst getið á Norðurlöndunum á 14. öld. Ákavíti eru vinsæl við hátíðartilefni í Skandinavíu og norður-Þýskalandi. Ákavíti finnast hér.

Hátíðarkalkúnn

21.12.2021

Vinsældir kalkúns í hátíðarmatinn hafa aukist töluvert síðari ár og vonandi eru það fáir sem lenda í jafn þurrum kalkúni og Griswold fjölskyldan í klassísku jólamyndinni Christmas vacation. Kalkúnninn einn og sér er tiltölulega hlutlaust, ljóst fuglakjöt og það er því hvernig hann er kryddaður og meðlætið sem býður upp á fjölbreytilegt ferðalag bragðs og áferðar.

Rækjur og vínin með

18.06.2021

Ítalskur Pinot Grigio og Soave henta vel með rækjum og einföldum rækjuréttum. Sé notaður rjómi, smjör eða annað feitt innihaldsefni í réttinum getur verið ágætt að leita í sýruríkan Riesling.

Humar og vínin með

18.06.2021

Chardonnay býr að öllu jöfnu yfir góðri sýru. Humar með sítrónu parast vel með fínlegum Chardonnay eins og frá Chablis í Frakklandi. Með rjóma eða majónesi getur verið ágætt að fara aðeins sunnar í Búrgúnd (Pouilly-Fuissé, Puligny, Meursault) eða Chardonnay frá löndum í nýja heiminum, eins og Bandaríkjunum, Chile og Nýja Sjálandi.

Hitastig hvítvína

18.06.2021

Hvítvín eru að öllu jöfnu borin fram kæld. Misjafnt er þó hversu köld þau eiga að vera og er þá gott að hafa ákveðin atriði í huga...

Bláskel og vínin með

18.06.2021

Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni...