Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Greinar

Greinar

Cava

04.07.2024

12. júlí er alþjóðlegur Cava dagur. Cava er spænskt freyðivín framleitt með hefðbundinni aðferð (e. Traditional method). Hefðbundin aðferð hefur einnig verið nefnd kampavínsaðferð, enda á hún uppruna sinn að rekja til kampavínshéraðsins.

Á ferðalagi

12.06.2024

Þegar sól hækkar á lofti og ferðafiðringurinn gerir vart við sig fæ ég gjarnan ferðatengdar spurningar eins og hvernig vín henti í ferðalagið, hvort hentugra sé að velja kassavín eða flösku og hvernig sé best að kæla vínið eða bjórinn. Á sumrin breytist gjarnan vínvalið og léttari, ávaxtaríkari og frískari vín verða gjarnan fyrir valinu. Rauðvín sem ferðast er með þarf að þola að kólna örlítið og þá henta léttari og ávaxtaríkari vín betur.

Chardonnay

23.05.2024

23. maí er alþjóðlegur Chardonnay dagur. Chardonnay er líklegast sú hvíta berjategund sem er hvað þekktust og hefur verið það mjög lengi. Þessi berjategund gefur af sér ólíka og fjölbreytta stíla, allt frá einföldum og tiltölulega ódýrum hvítvínum upp í dýrustu gæðahvítvín heims.

Sauvignon Blanc

13.05.2024

Oft er talað um Sauvignon Blanc sem alþjóðlega þrúgu sem þýðir að hún er ræktuð víða í heiminum. Vín úr þessari þrúgu spanna allan gæðaskalann, með einkennandi ferska sýru og eru mörg hver í grösugri stílnum á meðan önnur bæta við sig ávaxtaríkari einkennum.

Viognier þrúgan

26.04.2024

Alþjóðlegur dagur Viognier þrúgunnar er 26. apríl. Viognier þrúgan (“ví-on-íe”) er upprunalega tengd Rónardalnum í suðurhluta Frakklands, þó hana megi einnig finna annars staðar í heiminum, eins og Ástralíu, Chile og Suður-Afríku. Í Rhône er hún hvað þekktust í norðurhlutanum í Condrieu, Château Grillet og Côte-Rôtie. Á síðastnefnda svæðinu má allt að 20% af henni vera gerjuð með rauðvínsþrúgunni Syrah.

Malbec

10.04.2024

17. apríl er alþjóðlegur dagur Malbec þrúgunnar. Upprunalega var hún aðallega ræktuð í Cahors í Frakklandi þar sem hún er gjarnan kölluð Cot. Flestir tengja þó Malbec við Argentínu, enda oft kölluð einkennisþrúga landsins. Í Argentínu er hún mest ræktuð í Mendoza og er hægt að finna rauðvín úr Malbec í öllum gæðaskalanum, allt frá léttum og ávaxtaríkum, ungum rauðvínum og yfir í vín sem eru kraftmikil, hafa verið þroskuð í eikartunnum og eldast vel í mörg ár.

Páskalambið

26.03.2024

Hér á Íslandi er vinsælt að hafa lambakjöt um páskana. Þegar kemur að því að velja vín með matnum er ýmislegt sem vert er að hafa í huga en þar skiptir eldunin máli, sem og meðlæti.

Geymsla vína

19.02.2024

Eitt af því sem fólk veltir stundum fyrir sér þegar það kaupir vínflösku er það hversu lengi sé hægt að geyma flöskuna óopnaða. ,,Vínið batnar með árunum” heyrist oft fleygt fram og á vissulega við í ákveðnum tilfellum, en sumum tegundum léttvína er þó ekki ætlað að vera geymd í mörg ár, eða áratugi. Frá náttúrunnar hendi eru það tannín (rauðvín), sykur, sýra og alkóhól sem fyrirfinnast í léttvínum, sem auka geymsluþol vínanna.

Pinot Grigio/Pinot Gris

17.02.2023

Undanfarin ár hafa vinsældir Pinot Grigio aukist umtalsvert, ekki aðeins á Íslandi heldur einnig á heimsvísu. Pinot Grigio/Pinot Gris er náskyld Pinot Noir þrúgunni og þrátt fyrir að öllu jöfnu séu búin til hvítvín úr berjunum, þá eru berin rauðleit á lit

Pörun með súrmat

17.01.2023

Nú þegar rykið er rétt nýsest eftir jólin er ekki seinna vænna að huga að þorranum og hvað sé hægt að drekka með þorramatnum. Þessum súra það er að segja, en sýran er mjög afgerandi þáttur í bragðbyggingu matarins.