Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Skilríkjaeftirlit

Vínbúðirnar vilja draga úr áfengisneyslu ungs fólks með því að tryggja að aldursmörk til áfengiskaupa séu virt.

Ein meginskylda fyrirtækisins er að tryggja að viðskiptavinir hafi náð 20 ára aldri og mikil áhersla er lögð á skilríkjaeftirlit.

Til að efla þjálfun og fræðslu eru framkvæmdar hulduheimsóknir af utanaðkomandi aðilum í öllum stærri Vínbúðum þar sem kannað er hvort ungt fólk á aldrinum 20–25 ára er spurt um skilríki þegar það verslar. 

 

Forvarnarstarf

Vínbúðirnar standa að ýmsu forvarnarstarfi meðal annars til að vekja athygli á aldursmörkum til áfengiskaupa og að hvetja ungt fólk til að kaupa ekki áfengi. Hér er hægt að sjá þær auglýsingaherferðir sem Vínbúðirnar hafa staðið fyrir.