Chardonnay er ein þekktasta hvítvínsþrúga í heiminum og er ekki síður vinsæl meðal vínræktenda og víngerðarfólks en neytenda. Hún er tiltölulega auðræktanleg, bæði í heitara og kaldara loftslagi og sýnir með afgerandi hætti í bragðeinkennum hvaðan hún kemur og hvaða meðferð vínið sem hún gefur af sér hefur farið í gegnum í víngerðinni.