Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Norræna leiðin

Norræna leiðin

ÁTVR leitast við að tryggja að söluvörur fyrirtækisins séu framleiddar samkvæmt alþjóðlegum samþykktum og siðareglum.
 

Á Norðurlöndum er álitið að hömlur á sölu áfengra drykkja séu áhrifarík aðferð til að draga úr þeim skaða sem hlýst af áfengisneyslu. Á öllum Norðurlöndunum nema Danmörku hefur hið opinbera einkaleyfi á sölu áfengis í verslunum.

Áfengi er ekki eins og hver önnur vara. Sölustarfsemi okkar er byggð á skýrt skilgreindu ábyrgðarhlutverki sem m.a. felst í þeirri staðreynd að við leitumst ekki við að hámarka hagnað okkar og við beitum ekki söluhvetjandi aðferðum. Ein af þeim leiðum sem tiltækar eru til að draga úr áfengisneyslu er að takmarka aðgengi með því að reisa skorður við fjölda sölustaða og lengd afgreiðslutíma.

Norrænu áfengiseinkasölurnar gegna mikilvægu hlutverki í að ná þessu markmiði.

Norræna leiðin í hnotskurn:

  • Ríkisreknar verslanir hafa einkaleyfi á smásölu á áfengum drykkjum
  • Takmarkað aðgengi; fáir sölustaðir, bundinn afgreiðslutími og forvarnir til að sporna gegn heimabruggi
  • Reglugerðir sem koma í veg fyrir að einstaklingar undir lögaldri eða sýnilega ölvaðir einstaklingar kaupi áfenga drykki 
  • Ekki leitast við að ná hámörkun hagnaðar
  • Hlutleysi í markaðssetningu vörumerkja; engri vöru er hampað á kostnað annarrar
  • Höft á auglýsingum og markaðssetningu

Bæklingar:

 

Samningur við birgja

Sameiginlegar norrænar siðareglur eru kynntar fyrir áfengisbirgjum í hverju landi. Siðareglurnar eru hluti af stofnsamningi. (Einnig hægt að fylla hann út rafrænt) við áfengisbirgja hér á landi og hafa allir birgjar undirritað samninginn