Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Öryggi og persónuvernd á vef Vínbúðarinnar

 

Vafrakökur og notkun þeirra

Vafrakaka er lítil textaskrá sem vefsvæði ÁTVR geymir á tölvu eða öðrum snjalltækjum notanda þegar vefsvæði er skoðað. Slíkar kökur eru kökur frá fyrsta aðila (e. First-party cookies). Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar notandinn ÁTVR að safna saman upplýsingum um notkun hans á vef stofnunarinnar. Markmiðið með vafrakökunum er að greina almenna notkun á vef ÁTVR til að þróa vefinn með því markmiði að bæta þjónustu við viðskiptavini.

Vefur ÁTVR notar einnig þjónustur frá þriðja aðila (e. Third-party cookies). Upplýsingar úr kökum frá þriðja aðila eru m.a. frá LiveChat, Vimeo, YouTube  og Google Analytics. Þriðja aðila kökur eru vafrakökur sem koma frá öðru léni en síðunni sem heimsótt er. 

Vafrakökurnar til að mynda frá Google Analytics gera ÁTVR kleift að fylgjast með umferð á vefnum vinbudin.is. Skráð er hvenær notendur koma inn og fara út af vefnum, hvaða tæki er notað, hvaða leitarorð eru notuð, frá hvaða vef er komið hvaða vafri er notaður og hvaða stýrikerfi er notað. Vafrakökur geta innihaldið persónulegar upplýsingar. Notendur vefsins geta að sjálfsögðu stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu, sjá nánar um stillingar hér.

LiveChat er netspjall vefsins og gerir ÁTVR kleift að halda utan um samskipti við sína viðskiptavini. Helstu gögn eru samskiptaupplýsingar, dagsetning- og tími heimsókna.

Á YouTube og Vimeo er hægt að nálgast upplýsingar um helstu herferðir sem ÁTVR hefur staðið fyrir, bæði sjálfstætt og í samstarfi við aðra.

SSL skilríki

Vefurinn notast við SSL-skilríki sem tryggir að samskipti eru dulrituð. Það gerir gagnaflutning í gegnum hann öruggari.

Tölvupóstur, ábendingar og fyrirspurnir

ÁTVR er skilaskyldur aðili skv. lögum nr. 77/2014, þar af leiðandi er stofnuninni óheimilt að eyða upplýsingum sem berast henni nema fyrir liggi leyfi frá Þjóðskjalasafni Íslands. Í skilaskyldunni felst að öll skjöl og aðrar upplýsingar sem berast skuli skilað til Þjóðskjalasafns.