Akranes – verslunarstjóri
Vínbúðin Akranesi óskar eftir að ráða verslunarstjóra. Við leitum að öflugum einstaklingi til að ganga til liðs við frábæran starfsmannahóp ÁTVR. Viðkomandi þarf að vera ábyrgðarfullur og hafa vilja og getu til að takast á við margvísleg verkefni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
- Dagleg stjórnun, birgðahald og umhirða búðar
- Eftirfylgni þjónustu- og gæðastefnu fyrirtækisins
- Framstilling á vöru og vörumeðhöndlun
Hæfnikröfur
- Reynsla af verslunar- og/eða verkstjórn
- Frumkvæði, metnaður og ábyrgð í starfi
- Gott viðmót og rík þjónustulund
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
- Almenn tölvukunnátta
Starfshlutfall er 100%.
Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri.
Sakavottorðs er krafist.
Öll áhugasöm eru hvött til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin.
ÁTVR rekur 50 Vínbúðir um allt land. Stefna ÁTVR er að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar.
Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð.
Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið af þessum gildum.
Nánari upplýsingar: Ásdís Eyrún Sigurgeirsdóttir –
mannaudur@vinbudin.is – 560 7700.
Sækja um starf