Fréttir
19.09.2023
Fjármála- og efnahagsráðuneytið úrskurðaði í dag að gjaldtaka ÁTVR vegna öflunar sýnishorna áfengis til gæðaeftirlits hefði ekki stoð í lögum. Gjaldtakan byggði á 43. gr. vöruvalsreglugerðar, nr. 1106/2015. „Vegna gæðaeftirlits er ÁTVR ávallt heimilt, á kostnað birgis, að taka sýnishorn vöru úr vörubirgðum eða kalla eftir sýnishorni frá birgi.“ Niðurstaða ráðuneytisins grundvallast á því að sérstaka heimild skorti í lögum fyrir gjaldtökunni sem reglugerðin mælir fyrir um.
15.09.2023
Vínbúiðin í Vík er lokuð tímabundið. vegna vatnstjóns. Unnið er að viðgerð.
09.08.2023
Verðlagning ÁTVR á vörum í Vínbúðum er ákveðin í lögum sem samþykkt eru á Alþingi, sem og í reglugerð sem fjármála- og efnahagsmálaráðuneytið setur. Í lögunum kemur fram að álagning ÁTVR skal miða við áfengisprósentu, 18% álagning á áfengi með 22% eða lægra hlutfall af vínanda og 12% ef hlutfall vínanda er meira en 22%.
08.08.2023
Alls seldust 777 þúsund lítrar af áfengi í Vínbúðunum í vikunni fyrir verslunarmannahelgi sem er 2,5% meiri sala en fyrir verslunarmannahelgina árið 2022. Minni sala var á rauðvíni en árið áður en hins vegar var meiri sala á hvítvíni og freyðivíni/kampavíni. Sala í lagerbjór var meiri og sama má segja um sölu á blönduðum drykkjum á meðan sala á öðrum bjórtegundum og síder og ávaxtavínum er minni.
08.08.2023
Á kokteilsíðu Vínbúðanna má finna úrval uppskrifta af girnilegum kokteilum, bæði áfengum og óáfengum, sem henta flestum tilefnum..
21.07.2023
Vikan fyrir verslunarmannahelgi er að jafnaði ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Yfirleitt er mest að gera á föstudeginum fyrir verslunarmannahelgi, en flestir viðskiptavinir koma í Vínbúðirnar á milli kl. 16 og 18. Í einstaka tilfella þarf að grípa til þess ráðs að hleypa viðskiptavinum inn í hollum.
19.07.2023
Þar sem ekki hefur verið hægt að manna Vínbúðina á Djúpavogi er breyting á opnunartímanum óhjákvæmileg. Frá og með 21. júlí verður opið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá 16-18, en lokað á þriðjudögum og fimmtudögum. Við þökkum skilninginn!
06.07.2023
Uppfærð frétt rafmagn er komið í að nýju í Reykjarnesbæ og Vínbúðin opin.
---
Lokað er í Vínbúðinni í Reykjarnesbæ vegna rafmagnsleysis. Unnið er að viðgerð. Opnað verður um leið og rafmagn kemst á.
03.07.2023
Vínbúðin Vík hefur nú opnað á nýjum stað í glænýju húsnæði við Sléttuveg 2A. Öll aðstaða og aðkoma er töluvert betri en á fyrri stað, bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk og er flutningur Vínbúðarinnar kærkominn nú fyrir mesta álagstíma sumarsins.
Við bjóðum viðskiptavini velkomna í nýja búð.
26.06.2023
Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti ákvörðun ÁTVR um að hafna því að taka áfengan koffíndrykk til sölu í verslunum sínum. Höfnun ÁTVR byggðist á lögum, en þar kemur fram að heimilt er að hafna því að selja áfengi sem inniheldur koffein og önnur örvandi efni. Dista ehf., innflytjandi drykkjarins..