Í umhverfis- og loftlagstefnu ÁTVR segir að til að tryggja góða frammistöðu í umhverfismálum:
- berum við virðingu fyrir umhverfinu, förum vel með verðmæti og notum auðlindir af ábyrgð
- viljum við að í daglegum rekstri okkar sé tekið tillit til umhverfisins og unnið að stöðugum úrbótum
- uppfyllum við lagalegar kröfur á sviði umhverfismála og vinnum markvisst með mikilvæga umhverfisþætti ÁTVR
Í Vínbúðunum hafa viðskiptavinir val um nokkrar tegundir fjölnota poka sem hægt er að nota aftur og aftur. Pokarnir hafa notið mikilla vinsælda, enda auðveldlega hægt að nýta þá í fleiri innkaupaferðum. Það margborgar sig að fjárfesta í einum slíkum.
Vínbúðirnar eru stoltir þátttakendur í Grænum skrefum í Ríkisrekstri en hér má sjá nánari upplýsingar um það verkefni.
Norrænu áfengiseinkasölurnar hafa útbúið vistferilsgreiningu á áfengum drykkjum. Skráð voru heildarumhverfisáhrif allra vöruflokka Norrænu áfengiseinkasalanna, en greiningin byggist á magni áfengra drykkja sem dreift var af Norrænu áfengiseinkasölunum 2014 og nær til vöruflokkanna víns, bjórs og eimaðra drykkja. Hér má sjá helstu niðurstöður og einnig alla skýrsluna í heild sinni.