Vínbúðin býður upp á lifandi og skemmtilegt vinnuumhverfi - þar sem jafnrétti og jákvæð samskipti eru í öndvegi. Við getum alltaf bætt við okkur fólki, tvítugu eða eldra, í lífleg og áhugaverð störf. Sæktu um og við tökum vel á móti þér.
Fyllsta trúnaðar er gætt við vinnslu og meðferð umsókna um störf. Í persónuverndarstefnu ÁTVR er nánari útlistun á hvaða persónuupplýsingar eru nauðsynlegar við mat á umsóknum.
Allar umsóknir um störf eru virkar í sex mánuði eftir að þær berast. ÁTVR er skilaskyldur aðili samkvæmt lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og er þar af leiðandi óheimilt að eyða skjölum og gögnum sem berast eða verða til, nema að fengnu leyfi Þjóðskjalasafns Íslands. Í skilaskyldu felst jafnframt að öllum skjölum skal skilað til Þjóðskjalasafns þar sem þau eru varðveitt til framtíðar.