Mannauðsstefna

Frábært starfsfólk er grunnur að góðum árangri. Áhersla er lögð á að skapa vinnustað sem laðar að sér hæft starfsfólk með því að rækta jákvæða vinnustaðamenningu. Með gagnkvæmu trausti, sterkri liðsheild og áherslu á fagmennsku er stuðlað að góðum árangri. Skipulögð starfsþróun eflir vellíðan starfsfólks og eykur gæði þjónustu.

 

Starfsumhverfi

Mismunun er ekki liðin og allt starfsfólk nýtur jafnréttis og virðingar. Lögð er áhersla á heilsueflingu með forvörnum og fræðslu þar sem velferð starfsfólks er sett í forgang Upplýsingamiðlun er skilvirk og hvatt er til opinna samskipta með það að markmiði að finna bestu lausnirnar. Stjórnendur eru fyrirmynd með því að skapa jákvætt starfsumhverfi sem styður við góðan rekstrarárangur. Launakjör eru ákveðin í samræmi við jafnlaunastefnu.

 

Þekking

Þekkingu er miðlað á markvissan hátt í samræmi við fjölbreyttar þarfir starfsfólks. Vel þjálfað og upplýst starfsfólk tryggir fagmennsku og framúrskarandi þjónustu. Tækni er nýtt til að efla þekkingu, bæta rekstur og styðja við starfsþróun.

 

Liðsheild

Samskipti eru opin og einkennast af trausti, jákvæðu viðmóti, hjálpsemi og virðingu. Nýtt starfsfólk er ávallt velkomið í hópinn. Það er gaman í vinnunni með fræðandi og skemmtilegum viðburðum.

 

Starfsfólk vinnur eftir siðareglum ÁTVR.

Stefnan er í gildi frá 1. janúar 2026