Tilkynningar og skráning

Tilkynningar um tóbaksvörur

Framleiðendur og innflytjendur tóbaksvöru sem er ætluð til sölu á Íslandi skulu afhenda ÁTVR upplýsingar um vöruheiti og tegund tóbaksvöru, innihaldsefni og magn allra efna sem notuð eru við framleiðslu, losunargildi og aðra losun og losunarstig. Upplýsingar þarf að leggja fram áður en ný eða breytt tóbaksvara er sett á markað.

Undanþága gildir vegna upplýsinga um tóbaksvöru á markaði í byrjun árs 2024. Fyrir þær vörur er skilafrestur til 11. júlí 2024.

Tilkynningum um tóbaksvörur á að skila rafrænt á netfangið tobaksskyrslur@atvr.is. Einnig er mögulegt að afhenda gögnin rafrænt til afritunar (t.d. á minniskubbi) á Stuðlahálsi 2.

Lýsing á hvaða upplýsingar þarf að veita er að finna í kafla 6 gr. a í tóbaksvarnarlögum nr. 6/2002.

Heilbrigðisráðuneytið hefur lagt drög að nýrri reglugerð í samráðsgátt til umsagnar. 

Upplýsingum um innihald og losun þarf að skila fyrir allar tóbaksvörur

Upplýsa þarf um innihaldsefni og magn allra efna sem notuð eru við framleiðslu sbr. 6.gr. a í tóbaksvarnarlögum. 

Fyrir sígarettur þarf að upplýsa losunargildi tjöru, nikótíns og kolsýrings. Ef aðrar upplýsingar um losunargildi liggja fyrir þarf að upplýsa um þau fyrir allar tóbaksvörur.

Skýrslur um rannsóknir á aukefnum

Framleiðendum og innflytjendum sígarettna og vafningstóbaks ber að leggja fram tækniskjal þar sem fram kemur lýsing á aukefnum sem eru notuð og eiginleikum þeirra.

Ef vörur innihalda aukefni í forgangsskrá ríkir sérstök skylda sem verður nánar lýst í reglugerð.

Nýjar tóbaksvörur

Fyrir allar nýjar eða breyttar tóbaksvörur þarf að afhenda upplýsingar fyrir markaðssetningu.

Jurtavörur til reykinga

Tilkynna þarf jurtavörur til reykinga sem eru þegar í sölu. Nýjar og breyttar vörur þarf að tilkynna fyrir markaðssetningu.

Upplýsa þarf um innihaldsefni og magn allra efna sem notuð eru við framleiðslu.

Tilkynningum um jurtavörur til reykinga á að skila rafrænt á netfangið tobaksskyrslur@atvr.is. 

Heilbrigðisráðuneytið hefur lagt drög að nýrri reglugerð í samráðsgátt til umsagnar. 

Tilkynntar vörur

- í vinnslu - 

Hér er væntanleg skrá með tóbaksvörum / jurtavörum

Árlegar skýrslur um sölumagn

Framleiðendur og innflytjendur tóbaksvöru sem seld er á Íslandi þurfa að senda ÁTVR skýrslur um sölu tóbaksvöru á liðnu á eftir vöruheiti og tegund. Gert er ráð fyrir að sölutölum vegna 2024 verði skilað fyrir 1. maí 2025.

Árlegum skýrslum til ÁTVR skal skilað rafrænt á netfangið tobaksskyrslur@atvr.is.   

Í 6. gr. a í lögum nr. 6/2002 er gerð krafa um að árlegar skýrslur verði einnig sendar embætti landlæknis. 

Fjarsala yfir landamæri

Fjarsala tóbaksvöru til neytenda yfir landamæri Íslands er óheimil sbr. 6.gr.h. í lögum nr. 6/2002.

Leyfi til smásölu

Heilbrigðisnefndir veita leyfi til sölu tóbaks í smásölu. Þær upplýsa ÁTVR um útgefin og niðurfelld leyfi.

- í vinnslu - 

Hér er væntanleg skrá yfir þá sem hafa leyfi til smásölu tóbaks

Skráning í rekjanleikakerfi tóbaksvöru

Fyrir 11. maí 2025 þurfa allir rekstraraðilar að vera skráðir í rekjanleikakerfi tóbaksvöru.

Ein helsta breytingin sem verður með nýju lögunum er að allir einingapakkar tóbaksvöru sem seldir verða á Íslandi skulu merktir með einkvæmu auðkenni. Með því verður hægt að rekja feril vöru frá framleiðenda til fyrsta smásala. Þannig þurfa framleiðendur, innflytjendur, heildsalar og  flutningsaðilar að skanna inn og út vörur til staðfestingar á því hvaða vara er stödd á hvaða stað og hvenær. Þessir aðilar þurfa að skrá sig í rekjanleikakerfið og aðlaga tæknilausnir að kerfinu til að geta tekið þátt. Smásalar þurfa einnig að skrá sig í kerfið.

Fyrirkomulag rekjanleikakerfisins verður kynnt nánar síðar.

Handbók ESB fyrir hagaðila í evrópska rekjanleikakerfinu lýsir hlutverkum hagaðila í meginatriðum.