Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Vínflokkar

Í Vefbúðinni er hægt að flokka vín eftir bragði og sætleika. Með hverjum flokki eru lýsandi matartákn sem gefa til kynna hvaða mat vínið hentar, þó það sé svo að sjálfsögðu smekksatriði hjá hverjum og einum.

Léttvín hefur verið skilgreint í flokka eftir karaktereinkennum, en þannig er auðvelt að finna rétta vínið eftir smekk hvers og eins.

Rauðvín

Létt

Yfirleitt eru þetta frekar einföld rauðvín, sem sjaldan hafa farið í eik. Þessi vín er best að drekka meðan þau eru ung og fersk. Dæmi eru t.d. Beaujolais, mörg Pinot.

Ósætt
A 3 I D G P M C 2
Millisætt
P R J K 3 V A
Sætt
N

Meðalfyllt

Fjölbreyttur flokkur vína sem sum hafa verið tunnuþroskuð og sum ekki. Allar hugsanlegar þrúgur, t.d. léttari Cabernet og Merlot, flest Riojavín, Chianti. Yfirleitt eru þetta vín sem eru tilbúin frá því þau koma á markað, en mörg geta þroskast í einhver ár.

Ósætt
I D G P M 1 F E T A 2 3 L
Millisætt
P R J K L A
Sætt
N

Kröftugt

Kröftugu rauðvínin eru oftast eikarþroskuð, oftast alkóhólrík og oft nokkuð tannísk. Þessi vín eru krydduð með kraftmiklu berjabragði. Flest geta geymst í nokkur ár.

Ósætt
FEHLTJS
Millisætt
PR J K L A
Sætt
N L

Hvítvín

Létt

Yfirleitt eru þetta frekar einföld vín, sem sjaldnast hafa farið í eik. Þessi vín er best að drekka meðan þau eru ung og fersk. Dæmi eru t.d. Pinot Grigio, Torrontes.

Ósætt
I P M C D B 2 4 3 A
Millisætt
P R J K L V C 4 I A
Sætt
N L

Meðalfyllt

Fjölbreyttur flokkur vína sem sum hafa verið tunnuþroskuð og sum ekki. Allar hugsanlegar þrúgur, t.d. léttari chardonnay og sauvignon, riesling. Yfirleitt eru þetta vín sem eru tilbúin frá því þau koma á markað, en mörg geta þroskast í einhver ár.

Ósætt
D G P M 1 L C B 4 2 A
Millisætt
P R J K L V 4 1 A
Sætt
N L

Þétt

Kröftugu hvítvínin eru oft eikarþroskuð, oftast alkóhólrík. Þessi vín eru með berja og eikarbragði. Flest geta geymst í nokkur ár. Þyngri Chardonnay og Gewurztraminer og vín sem hafa fengið vænan skerf af nýrri eik.

Ósætt
T L C B D G 1
Millisætt
R J K L
Sætt
N L

Freyðivín

Freyðivín eru alls konar, flest eru ljós og fæst hafa nokkurt bragð af eik. Tilvalin við flest tækifæri.

Ósætt
P B I C T D A
Millisætt
C D P K L A
Sætt
N P A

Rósavín

Rósavín skiptast í tvo aðalflokka: blöss og venjulegt, blössvínin eru oftast hálfsæt og létt í alkóhóli, með bragði af ferskum ferskjum. Hin rósavínin eru allavegana, en fæst hafa komið í eik.

Ósætt
P I C D M 3 A
Millisætt
P K V A
Sætt
N