Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Herferðir

ÁTVR starfar með samfélagslega ábyrgðleiðarljósi og vinnur gegn skaðlegri notkun áfengis og tóbaks.

Ásamt því að vinna beint að forvarnarstarfi hefur ÁTVR lagt metnað sinn í að starfa með þeim aðilum sem vinna að forvörnum. Einnig hefur fyrirtækið tekið þátt í að styrkja hin ýmsu mannúðar- og forvarnarmál sem tengjast neyslu vímuefna og fyrirbyggjandi starfsemi.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um helstu herferðir sem ÁTVR hefur staðið fyrir, bæði sjálfstætt og í samstarfi við aðra.

Hér er hægt að nálgast myndböndin á Vimeo.

Hvernig bregst þú við?

Hvernig bregst þú við þegar við spyrjum um skilríki? Mikilvægur þáttur í samfélagslegri ábyrgð Vínbúðanna er að tryggja að viðskiptavinir hafi náð 20 ára aldri og er starfsfólk þjálfað í að spyrja yngstu viðskiptavinina um skilríki. Í samstarfi við Stafrænt Ísland og ríkislögreglustjóra hefur verið þróuð lausn til að skanna rafræn ökuskírteini. Að sjálfsögðu er enn í boði að nota önnur hefðbundin skilríki eða vegabréf.

Finnst þér þetta í lagi?

Vínbúðin og Samgöngustofa standa í sameiningu að auglýsingaherferðinni 'Finnst þér þetta í lagi?' Herferðinni er ætlað að vekja ökumenn til umhugsunar um alvarleika þess að aka undir áhrifum áfengis – jafnvel þótt aðeins hafi verið dreypt á einu glasi.

RÖÐIN

ÁTVR leggur sig fram um að vera fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Ein meginskylda fyrirtækisins er að tryggja að aldurstakmörk til áfengiskaupa séu virt og því er skilríkjaeftirlit mikilvægur þáttur í starfi Vínbúðanna

Í júlí 2017 hófust birtingar á nýrri herferð, RÖÐINNI. Markmið herferðarinnar er að vekja athygli á því að áfengiskaupaaldur er 20 ár og í herferðinni eru viðskiptavinir minntir á að starfsfólk okkar getur ekki giskað á aldur og því mikilvægt að koma með skilríki.

Fjölnota alla daga

Vínbúðin er stolt af því að vera leiðandi fyrirtæki í umhverfisábyrgð og leggur áherslu á að bjóða gott úrval af fjölnota innkaupapokum.

Bara einn er einum of mikið

Í mars 2014 fór af stað herferð gegn ölvunarakstri frá Vínbúðinni og Samgöngustofu. Herferðinni er ætlað að leggja áherslu á nauðsynlega viðhorfsbreytingu og samfélagslega ábyrgð okkar allra þegar kemur að því að sporna gegn ölvunarakstri...

Komdu með skilríki frekar en afsakanir

Enn og aftur minna Vínbúðirnar á sig sem samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Auglýsingaherferðin 'Komdu með skilríki frekar en afsakanir' fjallar um þær afsakanir sem fólk reynir að nota þegar það getur ekki framvísað umbeðnum skilríkjum í Vínbúðunum okkar. Markmiðið er minna á mikilvægi þess að muna eftir skilríkjunum og að fólk sé jákvætt þegar spurt er um þau. Við undirbúning var byggt á reynslu starfsfólks...

Seturðu hvað sem er upp í þig? Munntóbak er ógeð!

Vínbúðirnar hafa farið af stað með nýja herferð undir slagorðinu: 'Seturðu hvað sem er upp í þig? Munntóbak er ógeð!' Markmiðið er að vekja ungt fólk til umhugsunar um skaðsemi munntóbaks.

Er þetta rétt þróun?

Vínbúðirnar standa nú fyrir auglýsingaherferð sem byggir á því að hvetja foreldra til að kaupa ekki áfengi fyrir unglinginn. Herferðin er á léttu nótunum, þótt undirtónninn sé alvarlegur. Aðalhlutverkin eru í höndum Hilmis Snæs Guðnasonar og Atla Fjalarssonar.

Umhverfisauglýsingar - Í þínum höndum

Náttúran er villt og lýtur eigin lögmálum. Það er því á okkar ábyrgð hvernig við umgöngumst hana. Vínbúðirnar fóru af stað með umhverfisauglýsingar árið 2006 þar sem fólk er hvatt til að hafa jákvæð áhrif á umhverfi okkar. Auglýsingarnar hafa aðallega verið birtar í fagtímaritum og blöðum sem tengjast ferðamennsku.

Ef þú bara...

Vínbúðirnar hafa í samstarfi við Umferðarstofu og Vegagerðina birt auglýsingarnar 'Ef þú bara..'. Auglýsingarnar eru upphaflega frá árinu 2003, en þeim er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um ýmsa áhættuþætti í umferðinni, en Vínbúðirnar tóku þátt í þeim hluta sem snýr að ölvunarakstri...

Sá sem flöskustútur lendir á...

Umferðarstofa í samvinnu við Vínbúðirnar unnu saman að auglýsingaherferð sem heitir „Sá sem flöskustútur lendir á“ en með þessu átaki er ökumönnum gerð grein þeim afleiðingum sem ákvörðunin um að aka eftir neyslu áfengis getur haft. Herferðin var fyrst og fremst hönnuð fyrir netmiðla og útvarp.

Hafðu skilríkin meðferðis

Á starfsfólki Vínbúðanna hvílir sú skylda að ganga úr skugga um að viðskiptavinir hafi aldur til að kaupa áfengi. Í júlí 2008 var hrint af stað átaki í þeim tilgangi að auka skilning viðskiptavina á mikilvægi þess að hafa skilríki sín meðferðis í Vínbúðina og hvetja þá til að sýna þau að fyrra bragði. Herferðin er byggð á svipuðum auglýsingum og Vínbúðirnar sýndu árið 2007, en þó með örlítið breyttu sniði.

Láttu ekki vín breyta þér í svín, drekktu eins og manneskja.

Vínbúðirnar hafa nú sett í loftið nýja auglýsingaherferð þar sem lykilsetningin er: Láttu ekki vín breyta þér í svín, drekktu eins og manneskja. Markmiðið er að minna fólk á að umgangast áfengi af ábyrgðartilfinningu og sóma. Bent er á að þegar fólk drekkur of mikið gerir það stundum hluti sem það annars gerir ekki. Til þess að koma þessari hugmynd til skila er fólk sem hegðar sér ósæmilega við aðstæður sem almenningur þekkir og mislíkar sýnt með svínsandlit.

Að kaupa vín er ekkert grín

Í júlí 2007 var hrint af stað átaki í þeim tilgangi að auka skilning viðskiptavina á mikilvægi þess að hafa skilríki sín meðferðis í Vínbúðina og hvetja þá til að sýna þau að fyrra bragði.

Aktu aldrei undir áhrifum

Fyrir verslunarmannahelgi 2004 hófust sýningar á auglýsingunni Hvað þarf til þess að stoppa þig? sem var gerð í samstarfi milli ÁTVR og Umferðarstofu.

Áfengi fylgir ábyrgð

Í maí 2005 stóðu Vínbúðirnar fyrir herferðinni 'Áfengi fylgir ábyrgð' en þar er vakin athygli á því að ábyrgir gestgjafar eigi að gera þá kröfu til gesta sinna að þeir aki ekki heim undir áhrifum áfengis.

Hvaða lögbrot finnst þér í lagi að fremja?

'Hvaða lögbrot finnst þér í lagi að fremja?' er herferð sem ÁTVR vann í samstarfi við SAMAN hópinn

Bara einn

Í þessari auglýsingaherferð er verið að vekja ökumenn til umhugsunar um alvarleika þess að aka undir áhrifum áfengis

Bíddu - hafðu skilríkin meðferðis.

Sumarið 2009 standa Vínbúðirnar fyrir auglýsingaherferð undir yfirskriftinni 'Bíddu - hafðu skilríkin meðferðis'. Markmiðið með auglýsingunum er að vekja á jákvæðan hátt athygli á áfengiskaupaaldrinum og hvetja ungt fólk til að sýna skilríki að eigin frumkvæði.

Auglýsingarnar verða sýndar í sjónvarpi, útvarpi, netmiðlum á strætóskýlum og í bíó.