Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Hlutverk og stefnur

ÁTVR rekur 50 Vínbúðir um allt land auk öflugrar Vefbúðar, þar sem hægt er að nálgast allt það úrval sem til er í Vínbúðunum á hverjum tíma og sækja í næstu Vínbúð eða í vöruhús. Auk þess eru 7 afhendingarstaðir til viðbótar, þar sem viðskiptavinir geta fengið afhentar vörur úr Vefbúðinni.

ÁTVR er er falið að selja áfengi og tóbak á ábyrgan hátt og veita einstaka þjónustu. Við veitum faglega ráðgjöf, bjóðum fjölbreytt vöruúrval, sköpum heilbrigða vinnustaðamenningu og erum fyrirmynd í samfélagsábyrgð.

ÁTVR er í eigu íslenska ríkisins og heyrir undir fjármálaráðherra. Fyrirtækið hefur með höndum eftirtalin verkefni:

- Innkaup á áfengi til smásölu og tóbaki til heildsölu.
- Birgðahald og dreifing á áfengi til áfengisverslana.
- Rekstur áfengisverslana og þjónusta við viðskiptavini.
- Birgðahald, heildsala og dreifing á tóbaki.
- Að tryggja að allt tóbak sé merkt samkvæmt lögum um tóbaksvarnir.
- Álagning og innheimta tóbaksgjalds.
- Önnur verkefni sem tengjast smásölu á áfengi og heildsölu á tóbaki. 

Stefnur