Sumarið er tilvalið til að prófa nýjar og spennandi uppskriftir í mat og drykk, sama hvernig viðrar. Á uppskriftavef Vínbúðarinnar má nálgast fjöldan allan af uppskriftum fyrir ýmis konar tækifæri. Þegar sólin lætur sjá sig er tilvalið að kíkja á grilluppskriftir eða spennandi og fersk salöt, en í rigningarveðri er notalegt að skella í haustlega pottrétti eða annan kósímat og jafnvel para með góðu víni.
Allar fréttir