Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að bóndi skuli bjóða þorra velkominn með því meðal annars að vera berfættur, fara í aðra buxnaskálmina og hoppa á öðrum fæti í kringum bæinn. Hugsanlega hefur þessi siður ekki verið langlífur, en íslendingar hafa engu að síður í gegnum tíðina fagnað þorranum með því að gera vel við sig í mat og drykk þar sem hinn alræmdi þorramatur spilar stórt hlutverk. Bjórframleiðendur hafa ekki látið sitt eftir liggja og taka þátt í hátíðarhöldunum með því að bjóða upp á árstímabundna bjóra fyrir tilefnið. Sala á þorrabjór hefst í Vínbúðunum fimmtudaginn 12. janúar en upphaf þorrans er á Bóndadaginn, föstudaginn 20 janúar.
Nú þegar rykið er rétt nýsest eftir jólin er ekki seinna vænna að huga að þorranum og hvað sé hægt að drekka með þorramatnum. Þessum súra það er að segja, en sýran er mjög afgerandi þáttur í bragðbyggingu matarins.
Gjafakortin er hægt að nota í öllum Vínbúðum og einnig hægt að kaupa þau þar.
Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni...
Hvítvín hentar vel með þessum rétti. Gott er að haka við "austurlenskt" í vöruleitinni til að finna góða pörun.
Öll fylki í Bandaríkjunum setja einhverskonar kvaðir á áfengi, s.s. í formi skattlagningar, takmörkun á áfengissöluleyfi og sölutíma og í flestum tilfellum er krafist þriggja laga kerfis þar sem eignarhald framleiðenda, heildsala og smásala þarf að vera aðskilið. Einkavæðing á sölu áfengis hefur því ekki leitt til fullkomlega frjáls markaðar í Bandaríkjunum.