Árs- og samfélagsskýrsla ÁTVR 2022 er komin út á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um rekstur og starfsemi fyrirtækisins. Stefna ÁTVR er að vera í hópi bestu þjónustufyrirtækja landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Í ársskýrslunni er farið yfir helstu áherslur gagnvart hagsmunaaðilum og mælanleg markmið sem sett eru fyrir flesta þætti í rekstrinum...
Viðskiptavinir athugið innköllun á bjórnum To Öl Snuble Juice Session India Pale Ale, vnr. 27510. Samkvækmt beiðni frá Heilbrigðiseftirlitinu hefur bjórinn verið innkallaður þar sem hann er seldur sem glútenfrír, en er það ekki. Varan er að öðru leyti örugg þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir glúteni..
Í Grikklandi hefur verið framleitt vín í að minnsta kosti 5000 ár, og jafnvel lengur segja sumir. Í hillum Vínbúðanna hefur úrvalið frá Grikklandi verið mjög misjafnt, en um þessar mundir má finna fjölmargar áhugaverðar vörur. En við hverju má svo búast við af grískum vínum?
Gjafakortin er hægt að nota í öllum Vínbúðum og einnig hægt að kaupa þau þar.
Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni...
Kryddið og sætan leiða okkur til dæmis að suður-frönskum rauðvínum sem henta vel með þessum rétti.
Öll fylki í Bandaríkjunum setja einhverskonar kvaðir á áfengi, s.s. í formi skattlagningar, takmörkun á áfengissöluleyfi og sölutíma og í flestum tilfellum er krafist þriggja laga kerfis þar sem eignarhald framleiðenda, heildsala og smásala þarf að vera aðskilið. Einkavæðing á sölu áfengis hefur því ekki leitt til fullkomlega frjáls markaðar í Bandaríkjunum.