Í nýlega útgefnum Sjálfbærnivísi PwC 2024 var greint frá því að ÁTVR var eitt af þeim níu fyrirtækjum sem tókst að sýna fram á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá eigin starfsemi og virðiskeðju. Árið 2018 fór ÁTVR að birta upplýsingar á vöruspjaldi flestra vara á vinbudin.is um áætlað kolefnisspor umbúða, en umbúðir eiga stærsta hluta kolefnissporsins.
12. júlí er alþjóðlegur Cava dagur. Cava er spænskt freyðivín framleitt með hefðbundinni aðferð (e. Traditional method). Hefðbundin aðferð hefur einnig verið nefnd kampavínsaðferð, enda á hún uppruna sinn að rekja til kampavínshéraðsins.
Gjafakortin er hægt að nota í öllum Vínbúðum og einnig hægt að kaupa þau þar.
Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni...
Með þessum eftirrétti parast vel franskur Sauternes eða sérrístílar eins og Cream (sætt), Oloroso (ósætt) eða Amontillado (ósætt).
Háskólinn í Michigan gerði rannsókn þar sem kannaður er kostnaður og ávinningur af einkasölu ríkis á áfengi og dreifingu. Byggt var á þriggja áratuga gögnum frá ýmsum fylkjum Bandaríkjanna.