Úrval uppskrifta

Á uppskriftasíðu Vínbúðanna er að finna fjölbreyttar og girnilegar uppskriftir við allra hæfi. Uppskriftirnar eru frá sælkerakokkum frá hinum ýmsu veitingastöðum hér á landi og þær má til dæmis flokka eftir hráefni og hvort þær henti fyrir grænmetisætur eða þau sem eru vegan.

Allar fréttir

Innköllun á Tiny Rebel

Föroya Bjór ehf. hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að innkalla bjórinn Tiny Rebel Electric Boogaloo, 330 ml áldós, þar sem bjórdósirnar geta sprungið með tilheyrandi slysahættu. Til öryggis er ráðlagt að setja dósirnar í t.d. plastpoka.

Páskabjórinn kominn í sölu

Nú er páskabjórinn kominn í Vínbúðirnar, en líkt og aðrar árstíðabundnar vörur er páskabjórinn seldur í takmarkaðan tíma, en sölutímabilið stendur til 30. mars.

Allar fréttir

Geymsla vína

Eitt af því sem fólk veltir stundum fyrir sér þegar það kaupir vínflösku er það hversu lengi sé hægt að geyma flöskuna óopnaða. ,,Vínið batnar með árunum” heyrist oft fleygt fram og á vissulega við í ákveðnum tilfellum, en sumum tegundum léttvína er þó ekki ætlað að vera geymd í mörg ár, eða áratugi. Frá náttúrunnar hendi eru það tannín (rauðvín), sykur, sýra og alkóhól sem fyrirfinnast í léttvínum, sem auka geymsluþol vínanna.

Allar greinar

Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni...

Allar greinar

Hér leitum við að einhverju sem er líkt réttinum. Þar sem hann er frekar sætur er gott að velja sæt vín. Gæti verið skemmtilegt að velja eitthvað smá freyðandi. Einnig gæti verið skemmtilegt að nota kirsuberjavín eða recioto frá Valpolicella.

Allar uppskriftir

Með einni ákvörðun getur það sem upphaflega átti að gera góðan gleðskap betri leitt af sér hörmungar og ævarandi iðrun. Hér er verið að tala um það þegar menn setjast undir stýri eftir neyslu áfengis...

Allar rannsóknir og greinar