Sérpöntun

Sérpantaðar vörur eru þær sem ekki eru til í hillum Vínbúðanna og eru pantaðar beint frá innlendum birgjum. Hægt er að sérpanta flestar þær vörur sem áfengisheildsalar hér á landi bjóða upp á. Markmiðið er að bjóða fjölbreytt vöruúrval en auk þess úrvals sem fæst í Vínbúðunum er það enn fjölbreyttara í hér á vefnum.

Kíktu á úrvalið sem hægt er að sérpanta í Vefbúðinni


Ekki er tekið sérstakt gjald fyrir sérpantaðar vörur, en þær geta tekið lengri tíma í afhendingu. Ef pöntun inniheldur bæði almennar vörur og sérpantaðar vörur fást tvö pöntunarnúmer og hugsanlegt að vörurnar berist í tveimur sendingum. 

FYRIRSPURN UM SÉRPÖNTUN

Hér getur þú sent fyrirspurn til Vínbúðarinnar um hvort hægt sé að útvega vöru sem ekki finnst í vörusafni okkar. Við bendum þér á að skrá eins nákvæmar upplýsingar og mögulegt er um vöruna en þannig eru meiri líkur á að við finnum það sem þú óskar eftir. Við munum svara þér eins fljótt og auðið er. Athugið að ekki er lengur tekið við fyrirspurnum í tölvupósti.
Vöruheiti:
Magn:
Athugasemd við fyrirspurn
- t.d. óskir um sérstakar umbúðir og stærðir umbúða
Veftengill á vöru:
Mynd af vöru: