Sérpöntun

Sérpantaðar vörur eru þær sem ekki eru til í hillum Vínbúðanna og eru pantaðar beint frá innlendum birgjum. Hægt er að sérpanta flestar þær vörur sem áfengisheildsalar hér á landi bjóða upp á. Markmiðið er að bjóða fjölbreytt vöruúrval en auk þess úrvals sem fæst í Vínbúðunum er það enn fjölbreyttara í hér á vefnum.

Sérpantaðar vörur í Vefbúðinni

Hér er hægt að sjá hvaða tegundir eru til í Vefbúðinni:

Viðskiptavinir hafa kost á að kaupa þær í bland við vörur sem þegar eru til sölu í Vínbúðunum. Sérpantaðar vörur geta tekið lengri tíma í afhendingu, en ekki er lagt aukagjald ofan á slíkar vörur. Ef pöntun úr Vefbúðinni inniheldur bæði vöru sem þegar er til í Vínbúðunum og sérpantaða vöru, fær viðkomandi tvö pöntunarnúmer og getur valið um að sækja pantanirnar í sitthvoru lagi.

Athugið að ekki er hægt að skila sérpantaðri vöru.

 

Finnur þú ekki vöruna á vefnum?

Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að getur þú einnig sent fyrirspurn með því að fylla út formið hér fyrir neðan og kannað hvort hægt sé að útvega vöru sem ekki er til í vörusafni okkar. Athugið að ekki er lengur tekið við fyrirspurnum í tölvupósti.

FYRIRSPURN UM SÉRPÖNTUN

Hér getur þú sent fyrirspurn til Vínbúðarinnar um hvort hægt sé að útvega vöru sem ekki finnst í vörusafni okkar. Við bendum þér á að skrá eins nákvæmar upplýsingar og mögulegt er um vöruna en þannig eru meiri líkur á að við finnum það sem þú óskar eftir. Við munum svara þér eins fljótt og auðið er.
Vöruheiti:
Magn:
Athugasemd við fyrirspurn - td óskir um sérstakar umbúðir og stærðir umbúða
Veftengill á vöru:
Mynd af vöru: