Innköllun á Lenz Moser Selection

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Lenz Moser Selection, Chardonnay hvítvíni, vegna aðskotarhlutar sem fannst í einni flösku. Hugsanlega er um glerbrot að ræða. Innflytjandi hefur innkallað vöruna í samráði við heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.

Allar fréttir
Allar fréttir

Viskí og ostar

Pörun sem mér sjálfum finnst æðisleg er viskí og ostar. Þar kemur háa alkóhólið sterkt inn á móti fitunni í ostinum á meðan þessi sama fita dempar og mýkir alkóhólbitið frá spíranum. Einnig kemur viskíið með skemmtilega og flókna bragðvídd og einkenni eins og hnetur, þurrkaða ávexti, reyk o.s.frv. sem skemmtilegt getur verið að leika sér með.

Allar greinar

Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni...

Allar greinar

Lífræn léttvín, hvít eða rauð, eru upplögð með þessum rétti.

Allar uppskriftir

Öll fylki í Bandaríkjunum setja einhverskonar kvaðir á áfengi, s.s. í formi skattlagningar, takmörkun á áfengissöluleyfi og sölutíma og í flestum tilfellum er krafist þriggja laga kerfis þar sem eignarhald framleiðenda, heildsala og smásala þarf að vera aðskilið. Einkavæðing á sölu áfengis hefur því ekki leitt til fullkomlega frjáls markaðar í Bandaríkjunum.

Allar rannsóknir og greinar

Geymsla vína

Hvernig á að geyma rauðvín og hvítvín?
Ekki batna öll vín við geymslu. Flest vín eru gerð með það fyrir augum að vera drukkin ung og halda sér kannski í 2-3 ár eftir að þau koma á markað. Þau vín sem batna við geymslu þurfa að hafa eitthvað til að bera sem heldur þeim lifandi í mörg ár. Það er burðargrindin í víninu - sýra, tannín, sykur og vínandi - og jafnframt þessu þarf vínið að hafa nægan ávöxt og vera í jafnvægi.

Yfirleitt geymast rauðvín betur en hvítvín, bragðmikil vín betur en þau bragðminni og dýr vín betur en ódýr vín.

Geymsla í skamman tíma: Flest vín þola vel að geymast í nokkra mánuði og þá skipta aðstæður í raun litlu máli. Samt er ástæða til að forðast mikinn hita eða frost, svo og miklar hitasveiflur.

Geymsla í langan tíma: Sé vín geymt í langan tíma, þ.e. mörg ár, er mikilvægt að hitastig sé stöðugt og hitasveiflur litlar. Ákjósanlegt hitastig er á bilinu 10-14°, en hitastigið sjálft skiptir ekki svo miklu máli og getur verið allt að stofuhita. Við stofuhita þroskast vínið tiltölulega hratt, en í kaldri geymslu er þroskinn mun hægari. Hitabreytingar hafa áhrif á tappann og valda því að súrefni kemst að víninu, en súrefni flýtir mikið fyrir hrörnun víns. Flöskurnar þurfa að liggja til að halda tappanum rökum og þéttum. Mygla ofan á tappa er ekki merki um að vín sé skemmt.

Ljós: Vín ætti að geymast á dimmum stað því talið er að ljós geti haft skaðleg áhrif á litarefni og gæði víns. Þess vegna eru vínflöskur litaðar til að draga úr áhrifum ljóss. Kampavín og freyðivín eru sérstaklega viðkvæm fyrir ljósi.