Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Buffalóvængir úr blómkáli

Innihaldsefni 2 stk. blómkálshöfuð 2½ dl lífrænt spelt (eða glútenlaust mjöl) 1 tsk. laukduft 1 tsk. hvítlauksduft ½ tsk. reykt paprikuduft ¼ tsk. salt 2½ dl möndlumjólk 2½ dl góð sterk chilisósa KRYDDSÓSA 100 g kasjúhnetur, lagðar í bleyti í um 2 klst. 1 hvítlauksrif 1 tsk. þurrkað dill 1 tsk. ítölsk kryddblanda 1 tsk. laukduft 1 tsk. salt 2 msk. nýkreistur sítrónusafi ½ dl vatn (meira ef þarf)
Aðferð
  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Hrærið saman spelti, laukdufti, hvítlauksdufti, reyktri papriku, salti og möndlumjólk þar til þetta verður að þykkri sósu.
  3. Skerið blómkálið í hæfilega stór blóm og dýfið ofan í sósuna, setjið síðan á bökunarpappír í ofnskúffu og bakið í 15 mín.
  4. Takið út og dýfið blómkálinu í sterku chilisósuna, setjið aftur í ofninn og bakið áfram í 5-7 mín.
  5. Berið fram með kryddsósu. Það er líka gott að hafa aukaskammt af sterku chilisósunni í skál til að dýfa í.

 

KRYDDSÓSA
Hellið vatninu af kasjúhnetunum og setjið þær, ásamt öllu hráefninu, í blandara og blandið þar til sósan verður silkimjúk.

 

VÍNIN MEÐ
Lífræn léttvín, hvít eða rauð, eru upplögð með þessum rétti.

Frá þemadögum - Lífrænir dagar - 2015 (PDF) Uppskrift fengin frá Eyþóri Rúnarssyni og Sólveigu Eiríksdóttur, Gló
Fleiri Grænmetisréttir