Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Hindberjakaka með hvítu súkkulaði

Innihaldsefni BOTN 2½ dl döðlur 2½ dl valhnetur Nokkur korn sjávarsalt FYLLING 400 g lífrænt hvítt súkkulaði 400 g frosin hindber (takið 250 g úr frysti og látið standa í u.þ.b. 30 mín. við stofuhita. Geymið 150 g í frystinum)
Aðferð

BOTN

  1. Setjið valhneturnar í matvinnsluvél og malið gróft.
  2. Bætið döðlunum út í og blandið þar til þetta tollir vel saman.
  3. Þrýstið niður í form og setjið í frysti á meðan fyllingin er búin til.

 

FYLLING

  1. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, takið af hellunni, setjið í matvinnsluvél ásamt þiðnuðu hindberjunum og blandið saman.
  2. Raðið frosnu hindberjunum yfir botninn og hellið fyllingunni yfir, setjið í frysti þar til kakan er orðin stíf.
  3. Skreytið kökuna með ferskum hindberjum og heslihnetuflögum áður en hún er borin fram.

 

VÍNIN MEÐ
Hér henta vel rósa-freyðivín með sætu.

 

Frá þemadögum - Lífrænir dagar - 2015 (PDF) Uppskrift fengin frá Eyþóri Rúnarssyni og Sólveigu Eiríksdóttur, Gló
Fleiri Skyldir Réttir