Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Goji hindberjahrákaka

Innihaldsefni BOTN 2½ dl kókosmjöl 2½ dl gojiber 2 dl hindber, frosin eða fersk 1 bolli möndlur ½ tsk. salt 1 msk. kanilduft 30 g hlynsíróp 50 g kókosolía, brædd FYLLING 400 g kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2-4 tíma 80 g gott lífrænt kakóduft 200 ml vatn 100 ml agave síróp 100 ml kókosolía, brædd ½ tsk. vanilluduft
Aðferð

BOTN

  1. Allt sett í blandara þar til hráefnin hafa blandast vel og eru farin að loða saman.
  2. Mótið botninn í hringlaga formi með 1,5-2 cm köntum upp á hliðarnar.
  3. Setjið formið í frysti í 1 klst.

FYLLING

  1. Leggið hneturnar í bleyti.
  2. Setjið öll hráefnin í blandara þar til áferðin er orðin slétt og falleg.
  3. Hellið fyllingunni í botninn og frystið í fjóra tíma.
  4. Takið kökuna úr frysti 30 mínútum áður en hennar er neytt.
  5. Best er að geyma hana plastaða í frysti. Þannig geymst hún í nokkra daga.
  6. Skreytið með hindberjum og nokkrum gojiberjum.

 

VÍNIN MEÐ
Súkkulaðið og hindberin kalla á rautt og sætt, en portvín ganga líka vel upp hér. 

Uppskriftin birtist í bæklingi um Lífræna daga - 2014 (PDF) Uppskrift fengin frá Böðvari Sigurvin Björnssyni, Lifandi markaði
Fleiri Skyldir Réttir