Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Pannacotta

úr hvítu súkkulaði og skyri

Fjöldi
6
Innihaldsefni 500 g rjómi 200 g skyr 200 g mjólk 1 stk. vanillustöng 200 g sykur 4 stk. matarlímsblöð 100 g hvítt súkkulaði 1 stk. lime 1 stk. hafrakex
Aðferð
  • Setjið mjólkina og rjóma í pott ásamt sykrinum
  • Skerið vanillustöngina eftir endilöngu og skafið innan úr henni og bætið henni við blönduna (ásamt því sem þið skafið innan úr) 
  • Matarlímsblöðin eru sett í vatn og látin linast
  • Þegar blandan er byrjuð að sjóða skal taka hana til hliðar og bæta matarlímsblöðunum ásamt hvíta súkkulaðinu við og hræra þangað til súkkulaðið er bráðnað
  • Takið vanillustöngina upp úr og hrærið skyrinu saman við blönduna 
  • Hellið í falleg form og látið kólna í 6 tíma 
  • Myljið hafrakex yfir
  • Raspið lime-börk og hvítt súkkulaði yfir formið áður en borið er fram

 

VÍNIN MEÐ

Bæði rauð og hvít eftirréttavín henta vel með þessum rétti. 

Úr þemabæklingnum "Sumarveisla 2011" (PDF) Uppskrift fengin frá Eyþóri Mar Halldórssyni, UNO
Fleiri Skyldir Réttir