Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grilluð bleikja

með piparrótarsósu, sýrðum lauk, stökku rúgbrauði og kartöflum

Fjöldi
4
Innihaldsefni BLEIKJA 2 stk. bleikjuflök 1 stk. sítróna (safinn) Salt og pipar PIPARRÓTARSÓSA 1 dós sýrður rjómi 30 g piparrót Sítrónusafi Salt og pipar SÝRÐUR LAUKUR 1 poki perlulaukur 100 ml vatn 100 gr sykur 100 ml edik STÖKKT RÚGBRAUÐ 1 hleifur rúgbrauð 100 g smjör Salt KARTÖFLUR 1 poki af nýjum kartöflum 1 stk. skalottlaukur 50 g graslaukur 50 g súrar gúrkur 200 g smjör Salt
Aðferð

BLEIKJA

  1. Beinhreinsið bleikjuna og skerið flökin í hæfilega stóra bita.
  2. Hitið grillið mjög vel. Grillið svo bleikjuna á roðhliðinni í u.þ.b. 5 mín. með grillið lokað.
  3. Takið bleikjuna af grillinu, kryddið með salti og pipar og kreistið safann úr einni sítrónu yfir bleikjuna í lokin.

 

PIPARRÓTARSÓSA

  1. Rífið piparrótina í skál og blandið við sýrða rjómann.
  2. Lokið með plasti og geymið í kæli yfir nótt.
  3. Smakkið svo til með sítrónusafa og salti.
  4. Sigtið sósuna áður en hún er borin fram.

 

SÝRÐUR LAUKUR

  1. Sjóðið perlulauk í hýðinu og pillið síðan.
  2. Blandið vatni, sykri og ediki í pott og fáið upp suðu.
  3. Hellið lauknum saman við og látið liggja í 30 mínútur.

 

STÖKKT RÚGBRAUÐ

  1. Skerið rúgbrauðið í örþunnar sneiðar og leggið á plötu með smjörpappír, penslið brauðið með smjöri og bakið við 150°C í 15 mínútur.
  2. Látið kólna.
  3. Stráið dálitlu salti yfir.

 

KARTÖFLUR

  1. Sjóðið kartöflurnar og sigtið svo vatnið frá og látið þær standa í nokkrar mínútur.
  2. Saxið svo laukinn, graslaukinn, súru gúrkurnar og setjið út í kartöflunar ásamt smjörinu og blandið vel saman, smakkið svo til með salti.
  3. Gott er að krema kartöflunar aðeins svo saltið og smjörið blandist vel saman.

 

VÍNIN MEÐ
Bleikja er vínvænn fiskur og er freyðivín góður kostur síst verri en hvítvín. Hægt er að nota hvítt eða bleikt freyðivín. Hér veljum við vín með smá sætu til að vega á móti piparrótarsósunni og eins saltinu í réttinum. 

 

Í tilefni freyðivínsþema í Vínbúðunum Uppskrift fengin frá Pétri Lúkas Alexsyni, Sjávargrillinu
Fleiri Fiskréttir