Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Léttreykt bleikja

með súrmjólk og ólafssúru

Fjöldi
4
Innihaldsefni Handfylli þurrkað lyng og íslenskar kryddjurtir 10 g salt 10 g sykur 500 g fersk, villt bleikja eða urriði ½ l súrmjólk 10 g fersk piparrót Handfylli Ólafssúra (má nota hundasúru í staðinn) Skessujurt Sítrónusafi Ólífuolía Hvítur pipar
Aðferð
  1. Flakið og snyrtið fiskinn.
  2. Takið úr honum beingarðinn en látið roðið halda sér.
  3. Blandið saman salti og sykri, stráið létt yfir fiskinn og látið liggja í 20 mínútur.
  4. Setjið súrmjólkina í klút og látið hanga þannig að vökvi síist frá henni til að hún þykkni aðeins.
  5. Látið þurrkaðar kryddjurtirnar og lyngið í ofnskúffu og grind yfir.
  6. Útbúið álpappír til að loka vel. Þegar um 20 mínútur eru liðnar er tímabært að skola fiskinn létt, þerra hann, setja á ofnskúffugrindina, kveikja í þurrkuðu jurtunum og loka vel með álpappírnum.
  7. Best er að reykja þetta úti í um 10 mínútur.

 

Rífið piparrótina, blandið saman við súrmjólkina og smakkið til.  Geymið síuvökvann og notið hann til að setja í súrusalatið á eftir. Setjið kryddaða súrmjólkina í rjómasprautu, gas í og hristið vel. Færið reyktu bleikjuna upp á disk. Sprautið súrmjólkinni á diskinn og skreytið með súrusalatinu þegar þið hafið smakkað það til með sítrónusafa, góðu salti, skessujurt, ólífuolíu og síuvökvanum. Til að fullkomna réttinn gæti verið gott að fara út í garð og stinga upp nýjar kartöflur, gulrætur eða rófur og bera fram með bleikjunni.


VÍNIN MEÐ
Vöruleitin hjálpar okkur hér og veljum hvítvín gjarnan með sætuvotti.

Úr Vínblaðinu (2.tbl.5árg) (PDF) Uppskrift fengin frá Veitingastaðnum Friðriki V
Fleiri Fiskréttir