Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Risotto og steikt hörpuskel með grænertum

grænkáli og myntu Salsa Verde

Fjöldi
4
Innihaldsefni SALSA VERDE ½ búnt steinselja, söxuð 6-7 mintulauf, söxuð 1-2 stk. ansjósur 1 msk. kapers 1 stk. hvítlauksrif, fínt saxað 2-3 msk. sítrónusafi Salt og pipar RISOTTO 400 g risotto Arborio hrísgrjón 4 skalotlaukar, fínt saxaðir 4 hvítlauksrif, fínt söxuð 1 stk. lárviðarlauf 2 dl hvítvín 2 l grænmetissoð 100 g parmesan ostur, rifinn 100 g smjör í bitum 2 msk. mascarpone ostur 200 g frosnar grænertur 1 búnt ferskt grænkál, fínt rifið og forsoðið HÖRPUSKEL 400 g hörpuskel 80-100 g Extra Virgin ólífuolía
Aðferð

SALSA VERDE
Blandið öllu saman í matvinnsluvél og gerið miðlungsfínt mauk úr blöndunni. Smakkið til með salti og pipar.

 

RISOTTO

 1. Svitið skalotlauk og hvítlauk í ólífuolíu við miðlungshita í góðum, víðum potti.
 2. Bætið fljótlega við Arborio hrísgrjónum og blandið vel saman.
 3. Steikið í 1-2 mínútur. Bætið við hvítvíni og blandið vel saman við hrísgrjónin, lækkið hitann e.t.v. aðeins og eldið á vægum hita.
 4. Hvítvínið á að gufa alveg upp og þegar grjónin eru aftur þurr, bætið við 1-2 ausum af grænmetissoði og hrærið.
 5. Við risotto-gerð bætið þið smám saman vökva (grænmetissoði) við grjónin, hrærið saman og bætið við eftir þörfum. Aftur og aftur.
 6. Grjónin eru tilbúin eftir u.þ.b. 15-20 mínútur.
 7. Þegar grjónin hafa ennþá smá bit bætið þið saman við þau grænertum, grænkáli og mascarpone osti og blandið vel.
 8. Bætið síðan út í rifnum parmesan osti og smjörbitum, þeytið vel saman með sleif.
 9. Smakkið til með salti og pipar.
 10. Stillið af þykktina með grænmetissoðinu, risotto á að leka aðeins niður þegar því er skammtað á diska og hafa kremaða áferð.

 

HÖRPUSKEL

 1. Steikið hörpuskelina á mjög heitri pönnu í u.þ.b. 2-3 mínútur í ólífuolíu og smjöri.
 2. Skiptið risotto á 4 diska eða í skálar og raðið hörpuskelinni ofan á ásamt steikarsafanum af pönnunni.
 3. Dreypið Salsa Verde dressingunni yfir, ásamt dálitlu af salti, pipar og kryddjurtum.
 4. Berið fram með góðu brauði.

 

VÍNIN MEÐ
Ítalski uppruni þessa réttar á hvítvín og rauðvín frá Ítalíu. 
 

Uppskrift fengin frá Essensia
Fleiri Fiskréttir