Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grágæsabringur

með brómberjasósu

Fjöldi
4
Innihaldsefni 4 stk. grágæsabringur eða aðrar gæsabringur Salt og nýmalaður svartur pipar 2 msk. . olía BRÓMBERJASÓSA 1 stk. laukur, smátt saxaður 2 msk. olía 1 dl púrtvín eða rauðvín 1 msk. balsamedik 2 dl sterkt villibráðarsoð 1 dl maukuð brómber 2 msk. brómberjasulta Sósujafnari 30 g kalt smjör Salt Nýmalaður svartur pipar
Aðferð

BRÓMBERJASÓSA

  1. Látið laukinn krauma í olíu í potti í 40 sekúndur. Bætið þá víni og ediki í pottinn og sjóðið niður þangað til það verður sírópskennt.
  2. Bætið soði, brómberjamauki og sultu í pottinn og þykkið með sósujafnara.
  3. Takið pottinn af hellunni og bætið smjöri út í.
  4. Hrærið í með písk þar til smjörið hefur bráðnað.

 

GÆSABRINGUR

  1. Kryddið gæsabringurnar með salti og pipar og brúnið í olíu á pönnu þar til kjötið verður fallega brúnt.
  2. Setjið bringurnar í 180°C heitan ofn í 4 mínútur.
  3. Takið bringurnar úr ofninum og látið bíða í 4 mínútur.
  4. Endurtakið tvisvar sinnum (samtals í ofninum í 12 mínútur).

 

Berið kjötið fram með sósunni og t.d. blómkáli, rósakáli og steiktum kartöflum.

 

VÍNIN MEÐ
Gæsabringa er bragðmikið kjöt og parast því vel með vínum sem henta vel með villibráð.

 

Frá þemadögunum 'Villibráð og hátíðarmatur'- desember 2008 (PDF) Uppskrift fengin frá Úlfari Finnbjörnssyni
Fleiri Villibráðaréttir