Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Hreindýrasteikur

með beikoni, lauk og sveppum í rauðvínssósu

Fjöldi
4
Innihaldsefni 2 msk. olía 8 x 100 g hreindýrasteikur Salt og nýmalaður pipar RAUÐVÍNSSÓSA 2 msk. olía 3 stk. sneiðar beikon, skorið í bita 12 stk. perlulaukar, skrældir 12 stk. litlir sveppir ½ tsk. timjan 2 lárviðarlauf ½ tsk. nýmalaður pipar 1 tsk. tómatmauk (puré) 4 dl rauðvín 2 msk. rauðvínsedik 4 dl sterkt villibráðarsoð Sósujafnari 30 g kalt smjör Salt
Aðferð

RAUÐVÍNSSÓSA

  1. Látið beikon, lauk og sveppi krauma í olíu í potti í 2 mínútur.
  2. Bætið þá lárviðarlaufi, timjani, pipar, tómatkrafti, rauðvíni og rauðvínsediki í pottinn og sjóðið niður um ¾.
  3. Hellið villibráðarsoðinu í pottinn og þykkið með sósujafnara.
  4. Takið pottinn af hellunni og bætið smjörinu saman við sósuna.
  5. Hrærið í með sleif þangað til smjörið hefur bráðnað og smakkið til með salti.

 

HREINDÝRASTEIKUR

  1. Kryddið kjötið með salti og pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu í 1-2 mínútur á hvorri hlið.
  2. Berið kjötið fram með sósunni og t.d. sellerírótarkartöflumús og blönduðu grænmeti.

 

VÍNIN MEÐ

Í vöruleitinni er að finna ýmsar hugmyndir en hægt er að sía leitina eftir þínum þörfum. Upplagt er hér að haka við villibráðina.

 

Frá þemadögunum 'Villibráð og hátíðarmatur'- desember 2008 (PDF) Uppskrift fengin frá Úlfari Finnbjörnssyni
Fleiri Villibráðaréttir