Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Smálúðu-Sashimi

(sem forréttur)

Innihaldsefni 400 g fersk smálúða 10 g svört sesamfræ ½ dl sesamolía 1 dl ólífuolía 20 g ferskt kóríander 50 g ristaðar furuhnetur Sjávarsalt
Aðferð
  1. Smálúðan er hreinsuð og skorin í þunnar sneiðar og raðað á disk.
  2. Ólífuolía, sesamolía og sesamfræ sett í pott og hitað þar til volgt, u.þ.b. 40°C.
  3. Olían má alls ekki verða of heit því þá eldast smálúðan of mikið.
  4. Olíunni er svo hellt yfir fiskinn.
  5. Ristuðum furuhnetum og kóríander stráð yfir ásamt dálitlu sjávarsalti.

 

VÍNIN MEÐ
Í vöruleitinni er að finna hugmyndir að víni sem henta vel með þessum rétti, en ef hakað er við "fiskur" ættir þú að finna vín við hæfi.

 

Frá þemadögunum Fiskiveisla - apríl 2008 (PDF) Uppskrift fengin frá Hafþóri Sveinssyni og Jóhannesi Steini Jóhannessyni
Fleiri Fiskréttir