Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grillaðar tígrisrækjur

með mangósalsa

Fjöldi
4
Innihaldsefni 3-4 stk. rækjur þræddar upp á spjót Salt Pipar Hvítlauksolía MANGÓSALSA 1 stk. mangó, afhýtt 4-5 stk. peppadew 10 mintulauf ¼ rauðlaukur, fínt saxaður Maldon salt Svartur pipar
Aðferð

RÆKJURNAR

  1. Rækjurnar eru penslaðar með hvítlauksolíunni og kryddaðar með salti og pipar.
  2. Grillaðar í tvær mínútur á hvorri hlið.

 

MANGÓSALSA

  1. Mangóið skorið í fallega teninga, peppadew saxað ásamt mintunni og öllu blandað saman.
  2. Smakkað til með salti og svörtum pipar.

 

VÍNIN MEÐ
Í vöruleitinni er að finna vín sem henta vel með þessum rétti.

Frá þemadögunum 'Sumarvín' - júlí 2007 (PDF) Uppskrift fengin frá Borgþóri E, Matur englanna
Fleiri Fiskréttir