Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Linguine

með humri og risarækju

Fjöldi
4
Innihaldsefni 300 g humar 200 g pilluð risarækja 260 g ferskt linguine pasta 20 g rucola SÓSA 200 g tómatar í dós 1 stk. chili 1 stk. laukur 1 stk. paprika
Aðferð
 1. Linguini er soðið í saltvatni samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.
 2. Humarinn er steiktur á pönnu ásamt risarækjunni.
 3. Sósunni er hellt yfir og látið malla í 2 mínútur.
 4. Þegar pastað er klárt skal bæta því við.
 5. Loks er rucolanu bætt við og öllu hrært vel saman.

 

SÓSA

 1. Pillið humarinn.
 2. Steikið skelina á pönnu.
 3. Saxið chili, lauk og papriku og setjið á pönnuna.
 4. Næst hellið þið tómötunum yfir.
 5. Þetta er soðið í 20 mínútur.
 6. Gott er að fylgjast með og bæta vatni við sósuna ef þörf er á.
 7. Skelin er veidd upp úr.
 8. Smakkað til með humarkrafti, salti og pipar.

 

VÍNIN MEÐ

Skelfiskur og pasta í vöruleitinni hjálpa til við að finna pörun með þessum rétti.

Úr þemabæklingnum "Sumarveisla 2011" (PDF) Uppskrift fengin frá Eyþóri Mar Halldórssyni, UNO
Fleiri Fiskréttir