Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Ostrur með skalotlauksediki

og svörtum kavíar

Fjöldi
4
Innihaldsefni 24 stk. ferskar ostrur 2 msk. skalotlaukur, fínrifinn 8 msk. hvítvínsedik Svartur kavíar (loðnuhrogn)
Aðferð
  1. Opnið ostrurnar með ostruhníf og gætið þess að vökvinn sem er í skeljunum fari ekki til spillis.
  2. Raðið ostrunum á stórt fat.
  3. Gott er að hafa mulinn klaka undir þeim.
  4. Setjið ögn af kavíar ofan á hverja ostru til skrauts, má sleppa.
  5. Blandið saman lauknum og edikinu, setjið í tvær litlar skálar og berið fram með ostrunum.
  6. Setjið ekki meira en eina teskeið af  vorlauksediki í hverja ostru og borðið hana síðan strax.
  7. Ostran á að skreppa saman þegar edikið er sett á hana, ef hún gerir það ekki er ekki ráðlegt að borða hana.

VÍNIN MEÐ

Hér henta hvítvínin vel en kjörið er að fá hjálp frá vöruleitinni og haka við skelfiskinn
 

 

Frá þemadögunum "Franskir dagar" 2004 (PDF) Uppskrift fengin frá Gestgjafanum
Fleiri Fiskréttir