Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Skelfisksalat

með humri, hörpuskel & tígrisrækjum

Innihaldsefni 12 stk . humarhalar 12 stk . tígrisrækjur 6 stk . hörpuskel 1 geiri hvítlaukur 100 ml olía Salat 1 poki klettasalat ½ haus iceberg 1 stk h aus romaine salat 4 stk. tómatar 1 stk . rauðlaukur 2 stk . lárpera 100 g sólblómafræ 100 g brauðteningar Salat dressing 200 ml majónes 200 ml sýrður rjómi 1 hvítlauksgeiri ½ búnt graslaukur 1 stk. rautt chillialdin Safi úr 1 stk límónu Salt & pipar 100 g parmesan ostur
Aðferð
  1. Kremjið hvítlaukinn og setjið í olíu, þetta er gott að gera deginum áður.
  2. Veltið skelfisknum upp úr dálítilli hvítlauksolíu.
  3. Hitið pönnu og steikið skelfiskinn í u.þ.b. 4 mínútur.
  4. Smakkið til með hvítlauksolíu, salti og pipar.

 

Salat dressing

Aðferð: 

  1. Kremjið hvítlaukinn, saxið graslauk og chillialdin.
  2. Blandið öllu saman í skál ásamt dálitlum límónusafa.
  3. Bætið svo majónesi og sýrðum rjóma í skálina, hrærið allt saman og smakkið til með salti og pipar.
  4. Setjið salat í skál ásamt skelfiski og dressingu, og rífið svo vel af parmesan osti yfir í lokin.

Þessi uppskrift var gefin út í tilefni freyðivínsþema í Vínbúðunum. Léttur og frískandi réttur sem kallar á létt, frískleg og auðdrekkanleg freyðivín. Einnig er hægt að finna sína eigin samsetningu í vöruleitinni.

Uppskrift fengin frá Pétri Lúkas Alexsyni, Sjávargrillinu
Fleiri Fiskréttir