Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Rækjusúpa

Tom Yum Goong

Fjöldi
4
Innihaldsefni Ca. 2 lítrar gott kjúklingasoð (kjötkraftur) 2 stilkar sítrónugras, skorið í 3-4 cm bita 4 stk. Kaffir-lime-lauf (fæst í austurlenskum verslunum - má sleppa) 3-4 cm ferskur engifer, skorinn í bita 2 rauðir chiliávextir, smátt skornir 2 teskeiðar fiskisósa (til í austurlenskum verslunum og sumum stórmörkuðum) 1 ½ tsk. sykur 6-8 stk. sveppir, skornir í fjórðunga og mýktir í smjöri 500 g stór rækja Safi úr 2 limeávöxtum 2 stk. laukar skornir í sneiðar 1 lúka ferskur, saxaður koríander
Aðferð
  1. Hitið soðið og bætið í sítrónugrasinu, Kaffirblöðum, engifer og chili, lækkið hitann og sjóðið áfram undir loki í 15 mínútur. 
  2. Takið lokið af og bætið í fiskisósunni, sykrinum og sveppunum.
  3. Látið malla í 5 mínútur. Bætið því næst út í lime safa, lauk og kóríander.
  4. Setjið rækjurnar að lokum út í og hitið aðeins, nema notaðar séu hráar rækjur, þá þurfa þær aðeins lengri tíma.

 

VÍNIN MEÐ

Sætan er lykilinn að góðri pörun hér, gjarnan hvítvín.

 

Fleiri Fiskréttir