Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sjávarsalat

Innihaldsefni Romaine-salat Salatblöð 1 stk. drekaávöxtur 1 stk. mangó ½ stk. melóna 300 g tígrisrækjur 300 g hörpuskel Ferskt kóríander Ólífur Sjávarsalt Pipar DRESSING 250 g sýrður rjómi 2 msk. Tandoori-mauk Dálítill sítrónusafi
Aðferð
  1. Salatið er skorið niður og skolað.
  2. Ávextir hreinsaðir og skornir í teninga.
  3. Tígrisrækjur og hörpuskel léttsteikt á pönnu.
  4. Kryddað með salti og pipar.
  5. Látið tígrisrækjuna og hörpuskelina standa til að kólna.
  6. Salatinu og ávöxtum blandað saman ásamt ólífum og fersku kóríander stráð yfir.


DRESSING

  1. Hrærið saman sýrðum rjóma, Tandoori-mauki og sítrónusafa.
  2. Hellið dressingunni yfir salatið og raðið tígrisrækjum og hörpuskel ofan á.

 

VÍNIN MEÐ
Skelfiskurinn kallar á ferskleika og þá er upplagt að prufa ósætt kampavín eða reyna Chablis hvítvín.

Frá þemadögunum 'Fiskiveisla'- apríl 2008 (PDF) Uppskrift fengin frá Hafþóri Sveinssyni og Jóhannesi Steini Jóhannessyni
Fleiri Fiskréttir