Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Kræklingur

Fjöldi
2 (eða forréttur fyrir 4)
Innihaldsefni 1 kg kræklingar, helst íslenskir 187 ml þurrt hvítvín 2 stk. skallotlaukar, fínt saxaðir 2 stk. hvítlauksgeirar, fínt saxaðir 1/2 búnt steinselja, fínt söxuð 4 sneiðar brauð án skorpu, skorið í teninga 4 sneiðar af beikoni, skorið í litla bita Ólífuolía Salt og pipar
Aðferð
  1. Setjið olíu í pott og steikið laukinn og hvítlaukinn í smá stund.
  2. Bætið þar næst hvítvíninu og steinseljunni út í, látið kræklinginn í og sjóðið undir loki við háan hita þar til þeir opnast.
  3. Hristið pottinn öðru hverju á meðan, fleygið þeim kræklingi sem opnast ekki.
  4. Veiðið skeljarnar upp úr, látið í skál og haldið heitum. Sjóðið soðið niður um tæpan helming.
  5. Hitið olíu á pönnu og stökksteikið brauðið og beikonið. Þetta er svo borið fram með kræklingnum og soðinu. Gott er að hafa sítrónusneiðar með.

VÍNIN MEÐ
Frískleg hvítvín eða þurr freyðivín eru upplögð með kræklingnum.

 

Fleiri Fiskréttir