Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grillaður skötuselur

með kremuðu svartkáli og ferskum aspas

Fjöldi
4
Innihaldsefni 800 g hreinsaður skötuselur, skorinn í 200 g steikur 400 g svartkál, hreinsað af stilk og grófsaxað 200 ml rjómi salt og pipar 1 stk. sítróna 4 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir ólífuolía 50 g smjör balsamedik eftir smekk 12 stk. ferskur grænn aspas
Aðferð
  1. Steikið svartkálið, ásamt hvítlauk, í smjörinu á pönnu í 2-3 mín.
  2. Hellið rjómanum yfir og sjóðið í 5-8 mín. eða þangað til að rjóminn þykknar.
  3. Kryddið með safa úr ½ sítrónu, salti og pipar.
  4. Grillið skötuselinn á vel heitu grilli í u.þ.b. 2-3 mín. á hvorri hlið, látið hann síðan vera á lágum hita á efri grindinni í u.þ.b. 3 mín., kreistið sítrónu yfir hann, kryddið með salti og pipar.
  5. Grillið aspasinn á meðan í 2-3 mín., setjið til hliðar og kryddið með salti og pipar, örlitlum sítrónusafa og ólífuolíu.
  6. Athugið hvort fiskurinn sé fulleldaður, setjið hann svo á miðjan disk, kremaða svartkálið yfir og aspasinn efst, dreypið ólífuolíu yfir og berið fram. 

 

VÍNIN MEÐ
Rétturinn hentar vel með ósætu rósavíni.  Með skötuselnum er einnig gott að fá vín með ferskri sýru og ferski aspasinn leiðir okkur að Nýsjálenskum Sauvignon Blanc. Reynið einnig með öðrum hvítvínsþrúgum, svo sem Pinot Grigio.

Í tilefni rósavínsþema í Vínbúðunum 2017 Uppskrift fengin frá Leifi Kolbeinssyni, Marchall
Fleiri Fiskréttir