Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grilluð lúða

með sítrussalati og kirsuberjatómötum

Fjöldi
4
Innihaldsefni 800 g ný lúða Salt og pipar 1 msk. ferskt kóríander 2 stk. hvítlauksrif, marin 1 dl ólífuolía BAKAÐIR TÓMATAR OG SÍTRUSSALAT 2 box kirsuberjatómatar 3 msk. ólífuolía 1 stk. hvítlauksrif, marið 2 stk. appelsínur 1 stk. límóna 1 stk. sítróna 1 msk. hunang 1 pk. klettasalat
Aðferð
  1. Skerið lúðuna og kryddið með salti, pipar, fersku kóríander og hvítlauk.
  2. Hellið ólífuolíu yfir og látið standa við stofuhita í 2 klst.
  3. Grillið lúðuna í 3 mínútur á hvorri hlið.

 

BAKAÐIR TÓMATAR OG SÍTRUSSALAT

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Setjið tómatana í eldfast mót með ólífuolíu og hvítlauksrifi.
  3. Bakið í 30 mínútur.
  4. Meðan tómatarnir eru í ofninum er börkurinn fjarlægður af sítrusávöxtunum, þeir síðan skornir í grófa bita og hunanginu hellt yfir.
  5. Merjið kirsuberjatómatana og blandið sítrusávöxtunum og klettasalatinu saman við.

 

 

VÍNIN MEÐ
Frísk hvítvín eða freyðivín henta vel með grilluðu lúðunni. 

 

Úr þemabæklingnum "Sumarvín 2010" (PDF) Uppskrift fengin frá Gunnari Páli Rúnarssyni
Fleiri Fiskréttir