Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Piri piri lax

með kúskús og sætum kartöflum

Fjöldi
4
Innihaldsefni PIRI PIRI KRYDDLÖGUR 6 stk. ferskur chili 2 stk. hvítlaukur 1 tsk. oregano 50 ml ólífuolía 1 msk. rauðvínsedik ¼ tsk. salt LAXINN 600 g lax KÚSKÚS 2 bollar kúskús 2 msk. kummin, malað 2 msk. kóríander, malað 1 msk. ólífuolía 1 lúka ferskt kóríander, saxað 1 stk. sæt kartafla ¼ tsk. salt
Aðferð

PIRI PIRI KRYDDLÖGUR
Hvítlaukur er bakaður ásamt chili í ofni við 180°C í 10 mín. Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman.

 

LAXINN
Laxinn er  hreinsaður og skorinn í 150 g bita. Piri piri kryddleginum er smurt á laxinn og hann bakaður í ofni við 200°C í 8 mín.

 

KÚSKÚS

  1. Sæta kartaflan er afhýdd og skorin í teninga, bökuð í ofni með smá olíu við 180°C í ca 15 mín.
  2. Kúskús er blandað saman við kummin, kóríander, ólífuolíu og smá salt.
  3. Síðan er sjóðandi vatni hellt yfir blönduna, lok sett á og látið standa í ca 10 mín. 
  4. Loks er sætu kartöflunum og fersku kóríander blandað saman við kúskús.

 

VÍNIN MEÐ
Rétturinn hentar vel með lífrænu hvítvíni sem er létt með smá sætuLífrænt rósavín er einnig hentugt með þessum rétti.  

Frá þemadögum ´Lífrænir dagar´- 2016 (PDF) Uppskrift fengin frá Steinari Þór Þorfinnssyni, Krúska
Fleiri Fiskréttir