Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Súkkulaðikaka

með fljótandi karamellu í miðjunni

Fjöldi
12
Innihaldsefni 375 g dökkt súkkulaði 225 g smjör 4 egg 300 g sykur 120 g hveiti Dumle rjómakaramellur
Aðferð
  1. Kökurnar eru bakaðar í litlum formum.
  2. Hægt að nota álform eða bara litlar skálar sem mega fara inn í ofn.
  3. Bræðið súkkulaði og smjör saman yfir vatnsbaði.
  4. Hrærið saman sykur og egg í annarri skál.
  5. Hellið svo súkkulaðiblöndunni yfir eggjablönduna og blandið saman.
  6. Sigtið hveitið út í og blandið saman með sleif.
  7. Smyrjið kökuformin með smjöri og setjið kökudeigið í þannig að það fylli um ¾ af forminu.
  8. Stingið svo Dumle karamellu ofan í miðjuna.
  9. Bakið við 175°C í 12-14 mínútur.
  10. Berið fram með grilluðum ananas, karamellusósu og ís að eigin vali. 

 

VÍNIN MEÐ

Með súkkulaðiköku fer best að nota dökk vín, t.d. portvín eða madeira. Rautt Rivesaltes og kryddvín eða sætvín eru líka góðir kostir.

Uppskrift fengin frá Grillmarkaðnum
Fleiri Skyldir Réttir