Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Tiramisu

Fjöldi
4-6
Innihaldsefni 4 stk. egg 1 bolli sykur 2 dósir mascarpone ostur (best að nota ítalskan) annars rjómaostur ca. 400 g 200 g lady fingers kex 2 bollar mjög sterkt kaffi (expresso eða venjulegt bætt með Nescafé) 2 msk. amaretto líkjör (má líka nota koníak eða romm) Kakó eða rifið dökkt súkkulaði til að sáldra yfir
Aðferð

Hér er einn þekktasti eftirréttur Ítalíu. Tirami su þýðir „taktu mig upp“. Veitingahús um alla Ítalíu eiga sína uppskrift af þessum dáða eftirrétti og eru því ýmsar útgáfur til af honum. Hér er ein einföld og syndsamlega góð!

 

  1. Stífþeytið eggin í hrærivélarskál ásamt sykrinum þar til myndast þykk froða.
  2. Blandið ostinum varlega út í eggjablönduna og þeytið svo saman litla stund.
  3. Veltið ladyfingers kökunum upp úr kaffiblöndunni og raðið með jöfnu millibili í form. Setjið helminginn af ostakreminu yfir og þekið kökurnar. Endurtakið þannig að þetta sé lagskipt kaka. 
  4. Sléttið yfirborðið og dreifið rifnu súkkulaði eða kakói yfir. 
  5. Látið standa í kæli í 3–4 tíma. Best að gera deginum áður.

 

VÍNIN MEÐ
Hvít desertvín eru fín með Tiramisu.

Fleiri Skyldir Réttir