Sjö afhendingarstaðir auk Vínbúðanna

Í Vefbúðinni getur þú skoðað úrvalið í rólegheitum, pantað vörur og fengið sendar í Vínbúðina þína - án endurgjalds. Einnig er hægt að sækja samdægurs í vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi (ef pantað er fyrir kl. 14). Í vörulistanum hér á vinbudin.is finnur þú allt það vöruval sem er í sölu í Vínbúðunum á hverjum tíma, en einnig er auðvelt að sérpanta þær vörur sem ekki eru til í hillum Vínbúðanna.

Allar fréttir
Allar fréttir

Malbec

17. apríl er alþjóðlegur dagur Malbec þrúgunnar. Upprunalega var hún aðallega ræktuð í Cahors í Frakklandi þar sem hún er gjarnan kölluð Cot. Flestir tengja þó Malbec við Argentínu, enda oft kölluð einkennisþrúga landsins. Í Argentínu er hún mest ræktuð í Mendoza og er hægt að finna rauðvín úr Malbec í öllum gæðaskalanum, allt frá léttum og ávaxtaríkum, ungum rauðvínum og yfir í vín sem eru kraftmikil, hafa verið þroskuð í eikartunnum og eldast vel í mörg ár.

Allar greinar

Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni...

Allar greinar

Kryddið og sætan leiða okkur til dæmis að suður-frönskum rauðvínum sem henta vel með þessum rétti.

Allar uppskriftir

Öll fylki í Bandaríkjunum setja einhverskonar kvaðir á áfengi, s.s. í formi skattlagningar, takmörkun á áfengissöluleyfi og sölutíma og í flestum tilfellum er krafist þriggja laga kerfis þar sem eignarhald framleiðenda, heildsala og smásala þarf að vera aðskilið. Einkavæðing á sölu áfengis hefur því ekki leitt til fullkomlega frjáls markaðar í Bandaríkjunum.

Allar rannsóknir og greinar