Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Volg súkkulaðikaka

Fjöldi
4
Innihaldsefni 250 g sykur 150 ml vatn 400 g súkkulaði 250 g smjör 4 stk. egg 4 msk. hveiti
Aðferð
  1. Sykur, vatn og smjör er soðið saman í potti.
  2. Súkkulaði bætt í heitan vökvann og látið bráðna.
  3. Eggjunum er hrært út í einu í einu.
  4. Að lokum er hveitið sigtað í vökvann og öllu hrært saman.
  5. Deigið er sett í eitt stórt kökuform og bakað við 160°C í 40 mín.
  6. Fallegt er að sigta flórsykur yfir kökuna þegar hún er fullbökuð.
  7. Borin fram volg með rjóma eða ís og skreytt með berjum.

 

VÍNIN MEÐ
Hér er valið einfalt.  Lífrænt eftirréttavín og láta eigin smekk ráða því hvort það er rautt eða hvítt. 

 

Frá þemadögum ´Lífrænir dagar´- 2016 (PDF) Uppskrift fengin frá Steinari Þór Þorfinnssyni, Krúska
Fleiri Skyldir Réttir