Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Lakkríshjúpaður þorskhnakki

með white ale smjörsósu, sætkartöflumús og ananassalsa

Innihaldsefni ÞORSKHNAKKAR 800 g þorskhnakkar 25 g lakkríssalt 1 poki gamaldags lakkrís 100 g smjör SÆTKARTÖFLUMÚS 1 stk. stór sætkartafla 200 ml rjómi 100 g smjör Salt og pipar ½ appelsína (safinn) WHITE ALE SMJÖRSÓSA 33 cl white ale bjór 250 ml rjómi 1 sveppakraftsteningur 1 stk. appelsína 200 g smjör við stofuhita ANANASSALSA ½ ananas Srirachasósa eftir smekk 50 ml ananassafi 100 g spínat
Aðferð

ÞORSKHNAKKAR

  1. Lakkríssalti stráð yfir þorskinn og kælt í 1 klst.
  2. Hnakkarnir útvatnaðir og þerraðir.
  3. Lakkrís settur í pott og vatni bætt við svo fljóti yfir, bræddur og látinn kólna.
  4. Hnakkarnir skornir í 200 g steikur og hjúpaðir með lakkríssósunni. 
  5. Olía sett á vel heita pönnu um leið og fiskurinn ásamt smjörklípu.
  6. Fiskurinn steiktur í um 1 mín. á hvorri hlið og svo bakaður í ofni við 180°C í um 2 mín.

 

SÆTKARTÖFLUMÚS

  1. Sætkartaflan bökuð í ofni á 180°C í um 45 mín og svo afhýdd.
  2. Rjómi hitaður að suðu, kartöflunni bætt út í ásamt smjöri, salti, pipar og appelsínusafa.
  3. Allt stappað vel saman eða sett í blandara. 

 

WHITE ALE SMJÖRSÓSA

  1. Rjóminn soðinn niður uns hann þykknar eða um ¾.
  2. White ale, sveppakrafti, appelsínuberki og safa bætt í.
  3. Látið sjóða þar til þykknar á ný.
  4. Mjúkt smjörið pískað saman við í smáum skömmtum.

 

ANANASSALSA
Ananas skorinn í litla teninga, sriracha og ananassafa hrært saman við ásamt spínati.

 

VÍNIN MEÐ
Hveitibjórar
 eru oft með afgerandi sítrustónum í bland við aðra ávaxtatóna eða krydd og henta því vel með þessum rétti. Léttastur er hinn belgíski „witbier“, en meiri kraftur í þýskum „weizenbier“. Fyrir þá sem velja léttvín frekar þarf sætuvott í vínunum til að góð pörun takist.

 

 

Frá þemadögunum 'Bjór og matur' 2015 (PDF) Uppskrift fengin frá Frederiksen Ale House
Fleiri Fiskréttir