Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Skelfisk salat á grilluðu brauði

Fjöldi
4
Innihaldsefni 4 sneiðar súrdeigsbrauð eða annað gott brauð 100 g bláskel 100 g hörpuskel 100 g kóngarækja eða tígrisrækja 1 stk. chili 200 g perlubygg 200 ml jómfrúar ólívu olía ½ búnt kóríander 2-3 myntublöð ½ basilika 10 g furuhnetur 10 g capers 1 hvítlauksgeiri 1 sítróna (börkur af 1 sítrónu)
Aðferð
  1. Brauðið er skorið, smá olíu dreift yfir og það grillað, gott að gera þetta rétt áður en rétturinn er borinn fram.
  2. Perlubygg er soðið eftir leiðbeiningum á pakkningu.
  3. Því næst eru kryddjurtir, olía, capers, sítróna og hvítlaukur unnin saman í matvinnsluvél og smakkað til með salti.
  4. Bláskel, hörpuskel og rækjur eru steikt á pönnu ásamt einum hvítlauksgeira og örlitlu salti (þarf ekki mikið vegna seltu af bláskel).
  5. Bláskel er síðan tekin úr skelinni, öllu er blandað saman og borið fram á grillaða brauðinu eða sett í skál og brauðið til hliðar.  


VÍNIN MEÐ:

Með þessum rétti eru hvítvín frá Alsace alveg kjörin og smá sæta gengur vel upp fyrir þá sem það kjósa. Spænskur Albariño hefur ávaxtarík og fínleg krydduð bragðeinkenni sem ganga vel upp með þessum rétti.

Uppskrift fengin frá Von Mathúsi
Fleiri Fiskréttir