Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grísapylsa

Fjöldi
4
Innihaldsefni 2 stk. saltaður grísaskanki 100 g mæjones 4 msk. gróft sinnep 6 stk. sýrðar agúrkur (gerkins) 2 msk. piparrót
Aðferð
  1. Skanki soðinn í vatni þar til kjötið dettur af beinunum.
  2. Kjötið rifið niður og kælt.
  3. Sýrðar agúrkur skornar í litla bita og öllu blandað saman.

Borið fram í pylsubrauði og rifinni piparrót dreift yfir.

 

VÍNIN MEÐ
Ávaxtarík og mjúk nýjaheimsvín, gjarnan rauðvín eða hvítvín frá Kaliforníuparast vel með grísapylsunni. Fyrir þá sem velja bjórinn er um að gera að velja ölið hér.

 

Frá þemadögum Bjór og matur 2014 (PDF) Uppskrift fengin frá Einari Hjaltasyni og Kára Þorsteinssyni, Kol
Fleiri Svínakjötsréttir