Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fylltar grísalundir

Fjöldi
4
Innihaldsefni 2-3 stk. grísalundir 200 g góður gorgonzola- eða gráðaostur Góðar, mjúkar döðlur
Aðferð
  1. Best er að blanda döðlunum og gráðaostinum saman í matvinnsluvél.
  2. Gerið holu/gat í grísalundirnar eftir endilöngu.
  3. Fyllið með döðlu- og gráðaostamaukinu (best er að setja fyllinguna í sprautupoka og sprauta henni inn í lundirnar).
  4. Lokið gatinu með tannstöngli.
  5. Byrjið á því að grilla við mikinn hita til að fá fallegar grillrákir í kjötið.
  6. Færið síðan kjötið upp á efri grindina og grillið við vægan hita í u.þ.b. 15-20 mínútur.
  7. Berið fram með grilluðu grænmeti og bökuðum kartöflum.

 

VÍNIN MEÐ
Ef hakað er við "svínakjöt" í vöruleitinni fáum við hugmyndir að víni með þessum rétti.

 

Fleiri Svínakjötsréttir