Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grillaður skötuselur

með kotasælumajónesi og dilli

Innihaldsefni 800 g skötuselur 125 ml sojasósa 4 msk. tómatsósa 2 hvítlauksrif Olía til að pensla með KOTASÆLUMÆJÓNES 4 msk. kotasæla 4 msk. majónes ¼ búnt ferskt dill Salt DILL-DRESSING 100 ml sojasósa 50 ml balsamikedik 4 msk. ólífuolía 2 msk. hunang ¼ búnt ferskt dill
Aðferð
  1. Skerið himnuna af skötuselnum og skerið hann í 4x4 cm bita. 
  2. Setjið sojasósu, tómatsósu og fínt saxaða hvítlauksgeira í skál og marinerið skötuselsbitana í leginum í a.m.k. eina klst. (má vera yfir nótt). 
  3. Takið fiskinn úr leginum og þerrið hann létt með pappír. 
  4. Penslið fiskinn með olíu og grillið hann í 4 mínútur á hvorri hlið.    

 

KOTASÆLUMAJÓNES

  1. Blandið saman kotasælunni og majónesinu í skál. 
  2. Saxið dillið fínt og bætið út í.  Kryddið með salti.  

 

DILL-DRESSING

  1. Blandið öllu saman í skál. 
  2. Bætið fínt söxuðu dillinu út í. 
  3. Gott er að leyfa sósunni að standa yfir nótt því þá kemur bragðið af dillinu betur fram.

 

VÍNIN MEÐ
Fersk hvítvín
og jafnvel freyðivín ganga vel með þessum rétti.

 

                                                                                                                                               

Frá þemadögum, Rioja dagar, júní 2013 (PDF) Uppskrift fengin frá Grillmarkaðnum
Fleiri Fiskréttir